Á golfvelli í St. Augustin...

Hún Emily rataði alla leið á Rúrhól, sem er inni á miðjum golfvelli skammt frá bænum St. Augustin á austurströnd Flórida.  Þetta er eitt af þremur húsum sem vinnufélagi Stefaníu hefur umráð yfir hér og að mér skilst hið minnsta af þeim (samt gríðarstórt og flott!)

Við ókum hingað ein, Ari og Anna Gunnars- og Þórubörn, ákváðu í gær að verða eftir með foreldrum sínum í St. Petersburg.  Þau voru þá búin að hitta þar aðra krakka og leist betur á að vera með þeim fremur en að dingla með okkur.  Lái þeim það ekki en vantar þau sárlega hér og nú til að ráða framúr þeirri krossgátu sem það er að kveikja með þremur fjarstýringum á einu guðveithvaðmargratommu sjónvarpi og heimabíói sem hér er. Ég get valið á milli að hafa hljóð og ekki mynd eða öfugt - er að reyna að vinna í hinu núna.

Þetta var nokkuð drjúg leið sem við ókum hingað í dag, um fjórir tímar í akstri, en ferðin gekk vel, að undanskyldri klukkutíma langri umferðarsultu (traffic jam) í Orlando.  Þar var allt steinastopp og tók óratíma að vinna sig í gegnum það.

Við renndum hér í hlað skömmu fyrir kl. 15.  Okkur líst stórvel á húsið - hér er allt til alls og bara vinalegt að sjá til golfbílanna sem bruna hjá hér fyrir utan stofugluggann - ég hélt alltaf að fólk væri í golfi til að hreyfa sig - hér lætur það aka um með sig.  Best maður prófi þetta á morgun.

Ég er farinn í bæinn að kaupa steik og skella á grillið hér í garðstofunni - það beinlínis öskrar á að maður noti það og það vel og rækilega og að lokum - hér er nettenging svo vonandi verður hægt að skjóta inn einu og einu bloggi á milli golfferðanna og alls hins sem hér verður framkvæmt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að Emily hefur skilað ykkur örugglega á áfangastað.  Okkur líst vel á það að þú prófir golfið svolítið áður en við komum.  Ari getur varla beðið þess að spila með þér.  Sjáumst á laugardaginn.

Kraftaklerkur (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 730

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband