Flórída í góðu veðri og slæmu - smá ævintýri

Við tókum því rólega í Panama City en dóluðum okkur á miðjum morgni áleiðis til Tallahassee.  Fljótlega eftir að við lögðum af stað "hrundu himnarnir" eins og það heitir hjá þeim Ástríki og Steinríki (og Eiríki) með tilheyrandi eldingum og þrumum.  Einni eldingunni sló reyndar niður skammt frá veginum með hörku blossa og þruman skók hlustirnar en við létum það ekki á okkur fá heldur ókum áfram, en í rólegheitum, áætlaða leið. Þrumuveðrinu linnti fljótlega en það rigndi alla leiðina til höfuðborgar Flórída svo  skoðunarferðir voru slegnar af og við reyndum ekki frekar að ná í tengiliði sem velviljaðir kollegar heima á Íslandi höfðu gefið okkur upp.  Kíktum á safn um sögu Flórída en ókum svo áleiðis austur og svo suður Flórída-skagann með stefnuna á St. Petersburg.  Við settum okkur niður í bænum Krystal River sem stendur á fallegum stað við sjóinn.  Héðan er innan við tveggja klukkustunda akstur til St.Petersburg.Á morgun skilum við þeim Gunnari og Þóru þangað þar sem þau sækja nokkurra daga fund og höldum áfram til St. Augustin, annað hvort samdægurs eða næsta dag, að slaka á í sumarhöll.  Þau Ari og Anna, börn þeirra hjóna koma með okkur.  Þetta var notalegur dagur - við lentum að vanda í litlum ævintýrum og hér skal sagt frá einu.  Hún Emily (konan sem spjallar við okkur úr GPS-tækinu) hafði vísað okkur á steikhús þar sem við hugðumst seðja hungrið um miðjan daginn. Þegar þangað kom þá voru ekki allir vissir um að staðurinn hefði uppá að bjóða það sem þeir voru að leita eftir.  Meðan við rýndum í matseðil sem okkur var færður fór Stefanía í hlutverk Heiðars snyrtis og kíkti á hvíldarherbergið (e.restroom) en ástand slíkra staða er að mati hennar óbrigðull mælikvarði á gæði matsölustaða.  Hvíldarherbergið fékk falleinkunn hjá Stefaníu og samanlagt mat okkar á matseðlinum og á gæðakönnun Stefaníu gerði það að verkum að við þökkuðum pent og sögðumst ætla annað að fá okkur að borða. Einhver nefndi nærliggjandi matsölustað, "Mama.."eitthvað á nafn um leið og við gengum út. Ég settist síðan uppí bílinn og beið eftir hinum en þau töfðust og ég fór að kanna hverju það sætti.  Þá var þar komin matseljan á steikhúsinu og vildi vita hvers vegna við hefðum gengið út - hélt að við hefðum móðgast eitthvað.  Henni var sagt að ekki hefði verið einhugur um að þar fengist sá matur sem uppfyllti þarfir allra í hópnum.  Hún sagði þetta væri tvímælalaust besti staðurinn í plássinu og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum á „Mama...eitthvað".  Það væri óráð því maturinn þar stæði matnum hjá henni langt að baki.  Gott ef hún nefndi ekki að bróðir hennar ynni þar!  Þetta var allt saman leyst í bróðerni og við fórum á ítalska staðinn og maturinn þar var hreint frábær.  Nú er það spurningin hvort við höfum misst af enn frábærari mat á steikhúsinu... maður veit aldrei.

PS. Þessi færsla var reyndar skrifuð í gær en vegna óstands á intenettenginu á hótelinu þá náðist hún ekki inn svo það er bara að reyna aftur - ekki hundrað í hættunni þótt þetta rati ekki inn daglega.  Ég sá á mbl að búið er að leggja skýrslu um hættuna af hryðjuverkum fram í ríkisstjórinni og opinber útgáfa hennar er aðgengileg á netinu.  Ég hlóð henni inná tölvuna mína og ætla að lesa hana og leggja svo mat á það hvort við komum yfirhöfuð heim...

Við erum mætt á St. Petursburg Beach, búin að skila Gunna og Þóru á fundarstaðinn þeirra.  Seinni hluta dagsinsCIMG0954 notuðum við til að kanna þessa frægu strönd, horfðum á pelikanana stinga sér eftir æti, óðum í torfum af sílum í flæðarmálinu og nutum lífsins í sólinni sem hér skín.  Þetta er frábær strönd og dvölin hér suðurfrá á 27. breiddargráðu lofar góðu!

Á morgun keyrum við til St. Augustin í sumarhöllina og nú er bara að vona að það haldist þetta ágæt veður sem á bara ljómandi vel við okkur.CIMG0945 Við höfum ekki hugmynd um hvort það er yfirhöfuð internettenging í sumarhöllinni en það verður bar að koma í ljós.  Annars nánar síðar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband