Upplifun af þjóðhátíðardegi BNA o.fl.

Við fylgdumst með hátíðarhöldum heimamanna á þjóðhátíðardegi þeirra frameftir degi í gær, 4. júlí.  Við röltum um í miðbænum í St. Augustine og víða og nutum veðurblíðunnar í hvívetna.  CIMG1098Fólk var búið að koma fyrir útistólum þar sem ein af lúðrasveitum hersins spilaði og einnig var búið að taka frá á sama hátt sæti á útsýnisstöðum við kastalann/virkið þar sem flugeldasýning var haldin um kvöldið.

Göngutúr yfir brú sem sem liggur yfir í  Anastasia-hlutann var skemmtilegur því við vorum svo heppin að sjá til höfrunga sem þar voru að eltast við fiskitorfu.  Höfrungarnir voru örugglega um 10 talsins og þeir léku listir sínar eiginlega beint undir fótum okkar þar sem við stóðum á brúnni - fín hvalaskoðun það.

Við nenntum nú ekki að bíða til 21:30 eftir flugeldasýningunni heldur horfðum á útsendingu frá einni í Wasington þar sem öflug hjómsveit spilaði 1812 forleik Tchaikovskys í samhljómi við flugeldasýningu og fallstykki.  Það var ansi flott.

Hitinn hefur heldur verið að vaxa frá því við komum hingað, hann liggur í svona 30 stigum um miðjan daginn í forsælu, ekki neitt til að hafa áhyggjur yfir.  Sólböð eru stunduð í algeru hófi en aðeins þó en mest áhersla er lögð á útiveru og afslöppun.  Þessi staður sem við erum komin á er einstaklega fallegur eins og þessi mynd sýnir glögglega en hún var tekin í ljósaskiptum í gærkvöldi í bakgarðinum CIMG1109hjá okkur (les á golfvellinum á bakvið hús þar sem við tókum smá hring í gær)

Í dag skjótumst við aftur til St. Petersburg að sækja þau Gunnar, Þóru, Önnu og Ara. Þetta er allnokkur bíltúr og við ætlum okkur að vera komin til þeirra fyrir kl. 19, sitja með þeim í kvöldverðinum við lok alþjóðamótsins sem þau eru á og svo keyrum við til baka og ættum að vera komin hingað til baka um kl. 1 eftir miðnætti ef allt gengur að óskum.  Í heild eru þetta um 450 mílur fram og tilbaka en allt eftir hraðbrautum nema rétt í gegnum Orlando.

Að loku:  Mér kann að hafa misheyrst en ég heyrði ekki betur en þulurinn á útihátíðinni í gær segði eitthvað á þessa leið (í laufléttri þýðingu):  Í dag er 4. júlí um öll Bandaríkin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband