Mýrarmaðurinn blívur - hvers eiga blessuð börnin að gjalda

Sýningin hans Gísla í Landnámssetrinu í Borgarnesi kom skemmtilega á óvart.  Þetta var hörku uppistand hjá honum og ég skemmti mér konunglega.  Spurning hvort framhald verður á - næst mætti kannski taka Kópavogsmanninn fyrir og gera örlítið út á Gunna Birgis og Geira Gullfingur!

Það var ætlunin að seðja hungrið eftir sýninguna á Mýrarmanninum og beinast lá auðvitað við að fara í næstu vegasjoppu og fá sér pylsu og kók.  Í fyrsta sinnið á lífsleiðinni hitti ég starfsmann við afgreiðslu í sjoppu, sem þurfti aðstoð frá félaga sínum við að útbúa þjóðarréttinn "pylsu með öllu".

Niðurstaða mín eftir þá heimsókn er að eigendur þjónustufyrirtækja þurfa í alvöru að fara að hugsa sinn gang.  Reka þeir bísniss og vilja þeir fá viðskiptavinina aftur til sín eða reka þeir barnaheimili! Afgreiðslufólkið var að sjá allt á fermingaraldri, og þjónustan í samræmi við það, og maður hafði það á tilfinningunni að fermingarkirtlarnir héngju á bakvið og að þar sæti sr. Þorbjörn með kverið á lofti og fræddi skinnin um biblíusögurnar, á milli þess sem þau afgreiddu viðskiptavinina.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband