Af alligatorum, froskum og flamengóum.

Okkur leiðist ekki hér í St. Augustine enda engin ástæða til þess.  Það var notalegt að vakna í fuglasöng og tilh. í morgun.  Við byrjuðum daginn með því að rölta hér um hverfið og fundum húsið þar sem Villa systir, Stebbi og strákarnir dvelja CIMG1007og heimsóttum þau.  Þau dvelja í húsi sem er einu herbergi stærra en það sem við erum í og búið er að breyta veröndinni í sundlaug sem þeir drengirnir notuðu vel og rækilega meðan við stöldruðum við.  Við ákváðum að hittast fljótlega og jafnvel grilla saman.

Við röltum um svæðið hér á bakvið íbúðarhverfið en þar er golfvöllurinn og það var látið óátalið að við gengjum um göngustíga vallarins enda vikum við greiðlega fyrir ellismellunum sem hentust þar fram og til baka á litlu hvítu golfbílunum sínum og slógu svo hvítar kúlur út í næstu tjörn. 

Við leituðum að "alligatorum" en sáum ekki þá en hins vegar síðar, þegar einn maraði í einni tjörninni hér í nágrenninu.  Þeir eru sagðir vera frekar ólíklegir til að valda fólki tjóni þar sem þeir hræðast það en ef þarf að forða sér undan þeim er fólki ráðlagt að hlaupa í svigi því þeir eru svifaseinir.  Að sögn kunnugra þá er mikið af þeim hér og reynda er ótrúlega fjölbreytt dýralíf hér í okkar garði.  Hér sjást eðlur sem eru ca 15 sm langar að hámarki, hér eru froskar og fiðrildi sem virðast sum hver vera allt að lófastór og eftir því skrautleg, háleggjaðir fuglar af flamengóætt spígspora um og yfir öllu saman svífur svo örn. 

Þegar myrkrið skall á í gær varð fjandinn laus ef svo má segja því þá upphófu krybburnar og engispretturnar söng sinn í harðri samkeppni við "ribbit" froskanna sem létu sitt ekki eftir liggja.  Það er framundan að reyna að fanga þessi náttúruhljóð digitalt og leyfa öðrum að njóta, e.t.v. hér á blogginu.

Við litum í bæinn í dag og áttum þangað nokkur erindi.  Erindi númer eitt var að finna almennilega líkamsræktarstöð svo ég geti farið með Gunnar vin minn beinustu leið þangað þegar hann kemur hingað á aðfaranótt sunnudagsins.  Gunni minn - taktu nú gleði þína: hér eru a.m.k. 10 líkamsræktarstöðvar og ein þeirra sem er með tvö útibú hér, er opin allan sólarhringinn.  Við erum velkomnir þangað og þeir eiga nóg af járnum sem unun verður að henda fram og til baka.  Þetta kostar svipað og í Debuque sýnist mér!

Erindi nr. 2 var auðvitað að skoða ströndina sem er gríðarlega flott og í um 15 mínútna akstursfjarlægð héðan.  Svo langt sem augað eygir er hvítur sandur og Atlantshafið sýndi á sér sína bestu hlið í CIMG1034dag þegar við vorum þar.  Það var slangur af fólki að sólbaða sig og svamla í sjónum. 

Sandurinn var eftirtektarverður, skjannahvítur en stórskeljóttur á köflum og um miðbik strandarinnar, svona um 50 metra frá sjónum, er breitt belti sem var mjög fast undir fót og auðvelt að skokka á því langi einhvern til þess í þessum hita en nokkrir nýttu sér þetta svæði strandarinnar og hjóluðu um á reiðhjólum sem mér líst nú betur á en skokkið! 

Það ku vera hægt að fara á nokkrum stöðum alveg ofan í flæðarmálið á bílum og er mælt með því að prófa stemminguna við það.  Þá er fólk með allt sitt í bílunum, tjúnar inná uppáhaldsútvarpsstöðina sína og slakar á -hljómar vel.

Erindi nr. 3 var að heimsækja bæinn Augustine, þ.e. það sem skilgreint er sem gamli bærinn.  Þetta er ekki bara "gamli bærinn" heldur er þetta elsti bær í BNA. Þarna settust Spánverjar að á  16. öld og þar hefur verið samfelld byggð síðnan en frumbyggjarnir komu frá Miðjarðarhafinu (Melorku og Grikklandi). Meðal áhugaverðra staða að skoða er virki, sem stendur þar með fallstykkin mót hugsanlegum óvinum á hafi - við geymdum að skoða það uns ferðafélagar okkar koma hingað en tókum myndir af því utanfrá.CIMG1043 

Aðalgatan í gamla bænum ber með sér gamla daga.CIMG1056Þar má sjá hús frá því seint á 18. öld, sum þeirra eru frá sama tíma og Innréttingarnar í Aðalstræti í Reykjavík.  Götumyndin er sérlega heilleg og okkur Stefaníu datt báðum  það sama í hug að það væri áhugavert að sjá svona gamlan bæ hér í BNA - götulífið var fjölbreytt en um leið fallegt og rólegt. Þótt skírskotunin sé ekki alveg auðsæ þá datt okkur báðum í hug götulífið í San Francisco.

Við ákváðum að taka því rólega það sem eftir lifir degi - Stefanía er búin að ná samkomulagi við fjarstýringarnar sem ég átti í slagsmálum við í gær og hún stjórnar nú með öllum þremur og ég á ekki breik að komast í sjónvarpið...

Í staðinn skerpti ég á heita pottinum (já það er heitur pottur við húsið sem hér í heittempraða beltinu í Flórída!!!), skellti bjór í kælinn og fer núna út að rannsaka hvort allt sé eins og það á vera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki laust við að ég fái smá flashback af því að skoða þessar myndir! En ég öfunda ykkur ekki neitt.........   Njótið daganna sem eftir eru í botn. Mæli sérstaklega með sælgætisbakaríinu sem er þarna við innganginn á göngugötunni í gamla bænum

Ester (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband