13.6.2007 | 22:35
Ökumenn kappaksturshjóla - staldrið við!
Það má kannski ekki segja það en vitið er ekki meira en Guð gaf, í það minnsta ekki hjá tilteknum hópi bifhjólamanna. Á Lögregluvefnum gefur að líta frétt í dag um ofsaakstur bifhjólamanna á Þingvallavegi. Bifhjólamennirnir ýmist óku framhjá lokun lögreglu eða snéru við eins og hverjir aðrir eymingjar með skottið á milli lappanna eftir að hópur þeirra hafði verið mældur á 174 km hraða. Eitt er að brjóta lög og einnig öll gildi í samfélaginu með kerfisbundnum hætti eins og bifhjólamenn þessir gera en hitt er að framkvæma það með því viðhorfi sem endurspeglast gjörla í öllu þeirra æði og athöfnum .
Aðfararnótt 7. júní árið 2005, þ.e. fyrir nánast réttum tveimur árum, varð dauðaslys þar sem bifhjólamaður, fæddur árið 1979, fórst á nákvæmlega sama stað og lögreglan hugðist hafa afskipti af fyrrgreindum hópi bifhjólamanna. Er þær hörmungar áttu sér stað var lögreglan ekki á staðnum en örlítil mistök eins bifhjólamanns, ollu því að maður, í blóma lífsins, týndi lífi. Hann og félagar hans 8 eru taldir hafa verið í hópferð og nánast kappakstri í tímatöku milli Höfuðborgarsvæðisins og Þingvalla.
Ég átti þess kost að ræða við einn bifhjólamanninn sem var í umræddri hópferð þessa örlagaríku sumarnótt fyrir tveimur árum. Við hittumst á fundi þar sem ég var með erindi um löggæslu, öryggismál og akstur bifhjóla. Hann sagði mér frá ferðinni er félagi hans dó. Lýsingar hans á akstrinum og því hvernig slysið atvikaðist hreyfði rækilega við mér þannig að ég sannfærðist endanlega um að það er eitthvað mikið að hjá mönnum sem aka eins og þessi hópur ók. Viðmælandi minn ók, að sögn, aftastur í hópnum og dróst lengst af afturúr þótt hann hafi ekið á 160 180 km hraða. Taldi hann að þeir sem hraðast óku í þessari feigðarför hafi ekið á yfir 200 km hraða (n.b. á vegi sem varla ber 90 km hraða).
Ef einhver tæki sér fyrir hendur að rannsaka þennan hóp bifhjólamanna sem var á ferðinni á Þingvallavegi við Skálafell þann 7. júní árið 2005, hópinn sem lögreglan segir frá á vefnum og reynt var að stöðva í gær og síðan piltana tvo sem brunuðu á vit örlaga sinna frá Kambabrún uns ferð þeirra lauk með alvarlegu umferðarslysi um nýliðna helgi er alveg á hreinu að í ljós kæmi að aðilar innan þessara þriggja hópa þekkjast. Þeir hafa allir sömu upplýsingarnar um afleiðingar slíkrar hegðunar. Einnig kæmi fram að sumir þeirra hafa þegar fengið alvarlegar aðvaranir um að þeir séu ekki á réttri braut, annað hvort frá réttarvörslukerfinu eða með enn alvarlegri hætti. Niðurstaða slíkrar rannsóknar myndi leiða í ljós að á meðal okkar eru menn sem eru ekki í neinum tengslum við aðra í samfélaginu og svo andfélagslega sinnaðir í sínum hroka sem ökumenn kappaksturshjóla að þeir eiga ekki samleið með okkur hinum í umferðinni.
Ég hvet alla ábyrga ökumenn, og sérstaklega bifhjólamenn, til að fordæma akstur af þessu tagi og láta rækilega í sér heyra. Um leið hvet ég þá hina sömu að vera í góðu samstarfi við lögreglu og aðra sem vinna að umferðaröryggismálum og koma upplýsingum á framfæri sem að gagni kunna að koma í baráttunni við þetta alvarlega þjóðfélagsmein sem ökumenn kappakstursbifhjóla eru
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef fylgst nokkuð með þessum málaflokki og tek heilshugar undir það að þarna eru menn að leika rússneska rúllettu. Munurinn er bara sá að í rúllettunni leggja menn eingöngu sitt eigið líf undir en í þessari rúllettu verða fórnarlömbin oftar fleiri en eitt og þá alsaklaust fólk sem ekki einu sinni vissi af því að það var þátttakandi í slíkri rúllettu. Er ekki hægt að gera einhverjar ráðstafanir eins og t.d. að festa bensíngjöfina eða setja lesara á hraðamælinn þannig að við skoðun (sem ætti að vera tvisvar til þrisvar á ári) yrðu háar fjárhæðir í sektir eða jafnvel hjólin gerð upptæk ef hraðinn mælist yfir ákveðinn hraða t.d. 130?
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 00:30
Ég þekki vel til allra þessara mála.
og til að leiðrétta tvennt, þá gerðist umrætt slys 2004 en ekki 2005.
hitt, er að þegar þessi hópur var mældur, þá gaf lögreglan aldrei stöðvunarmerki, heldur ók útí kant án ljósa eða hljóðmerkja.
Hópurin var tvískiptur og þeir sem á undan óku héldu áfram án þess að lögreglan aðhefðist neitt, hinn helmingurinn snéri við.
Allt þetta án þess að blá ljós væru kveikt.
Ef menn eiga að stoppa til að tala við lögregluna þegar þeir eru ekki með bendingar til þess, þá getum við alveg eins sent votta jehova predikurum heimboð.
Fyrir utan að þá væri örtröð af fólki sem væri ræðandi við lögregluna allsstaðar sem hún stoppaði.
kappaksturshjólamaður (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:20
þú ættir að skammast þín að vera birta fullyrðingar sem standast ekki.
ég hef sterkan grun um hver þessi viðmælandi þinn varðandi banaslysið er og hefur hann verið ansi duglegur við sögusagnir varðandi umræddan atburð og eru engar tvær sögur eins.
ég var sjálf viðstödd þetta banaslys og veit nákvæmlega hvað gerðist og það stenst ekkert af þessu sem þessi viðmælandi þinn sagði.
vinsamlegast af tilitsemi við fjölskyldu drengins og alla sem málið snertir ekki bera út sögur sem enginn fótur er fyrir.
eitt í lokin. hvað í ósköpunum kom aksturslag þessara tveggja hópa þessum tiltekna stað við?
er fólk að rembast við að búa til fórnalömb?
ökumaður bifhjóls. (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.