14.6.2007 | 20:42
Smákrakkar á öflugum torfæruhjólum!
Ný reglugerð um aksturskeppni en það er fína heitið yfir það sem kallað er rall, mótorkross, ískross og hvað þetta nú heitir allt, hefur tekið gildi. Reglugerðin, sem er nr. 507/2007 frá 6. júní s.l., er dæmi um slæma útfærslu framkvæmdavaldsins á heimildum sem löggjafinn hefur fært því.
Þessi málaflokkur, aksturskeppni, hefur alla tíð verið óskilgetið olnbogabarn hér á landi og undir merkjum keppni eða æfinga hafa liðist lögbrot, þar með talin alvarleg náttúruspjöll. Mér er næst að halda að nýr og glæsilegur samgönguráðherra, sem mælt hefur fyrir mörgu framfaramálinu í íslenskri umferð, hafi látið taka sig illilega í bólinu er hann skrifaði undir reglugerðina. Ég veit ekki hvar hann leitaði ráða eða umsagna en af fréttum á Stöð 2 nú í kvöld er ljóst að hann gerði það ekki í höfuðvígi umferðaröryggismála á Íslandi, Umferðarstofu, né hjá forvarnarfulltrúa Sjóvár og ekki varð ég var við að hann spyrðist fyrir innan lögreglunnar þar sem ég starfa en auðvitað getur það hafa farið framhjá mér.
Samfélagið þróast æði oft hraðar en löggjafavaldið og stjórnvöld hafa yfirsýn yfir. Þetta eru gömul sannindi og ný. Framtakssamir unnendur aksturskeppna hófu fyrir mörgum árum innflutning á torfæruhjólum sem ekki hafa annan tilgang en þann að á þeim má keppa í sérstökum aksturskeppnum sem lýst er í reglugerðinni sem minnst var á (og í forverum hennar!) Þau tilheyra sama ökutækjaflokki og vélsleðar. Í ljós kom að mikill áhugi var fyrir þessari grein íþrótta og hún hefur á liðnum árum orðið að vinsælli keppnisgrein og torfæruhjólum hefur fjölgað mjög (ath. torfæruhjól eru ekki bifhjól í skilningi umferðarlaga heldur torfærutæki ökuréttindi B duga). Verst er að enginn hefur í dag yfirsýn yfir það hversu mörg slík ökutæki eru til í landinu vegna þess hvernig eigendur þeirra hafa komist upp með hegða sér í skráningarmálum en mjög algengt var að hjólin væru afskráð og númer lögð inn en hjólin samt höfð áfram í notkun.
Samkvæmt íslenskum lögum og reglum þá verða torfærutæki nánast eingöngu notuð löglega hér á landi við keppni á viðurkenndum æfinga- eða keppnisstað og að fengnum ýmsum leyfum eða þá að þau má, með ýmsum takmörkunum þó, nota við akstur á jöklum og snævi þakinni/freðinni jörð þegar ekki er hætta á skemmdum á náttúrunni. Frá þessu eru mjög fáar undanþágur. Að sjálfsögðu eiga torfærutæki að vera skráð (rauð númer) og þar með tryggð en eins og ég vék að þá eru talsverðir meinbugir á því að eftir því sé farið.
Algert ófremdarástand hefur ríkt í þessum málaflokki ungir sem gamlir hafa þeyst á torfæruhjólum þar sem ekki hefur mátt aka þeim og brotið ýmis ákvæði náttúrverndarlaga og reglugerða með þeim, þeim hafa stýrt einstaklingar sem höfðu ekki heimild til að stýra þeim við þær aðstæður og skráning í ökutækjaskrá hefur ekki alltaf verið raunin. Mér er kunnugt um að sérfræðingar hjá tryggingafélögum hafa haft af því nokkrar áhyggjur að ökumenn, án ökuréttinda, skuli hafa heimild til að aka torfærutækjum, þótt í sérstakri keppni sé, og gerir það alla vátryggingavernd flókna.
Eftirlit með notkun torfærutækja hefur frá upphafi verið í lamasessi og lögregla hefur ekki forgangsraðað því verkefni ofarlega enda oft óhægt um vik. Skipuleggjendur viðburða þar sem keppt er á hjólunum (eða stundaðar æfingakeppnir) hafa ekki allir haft það samráð við yfirvöld sem krafist hefur verið en um leið hefur verið mikil óeining innan félaga akstursíþróttamanna. Jafnframt hafa þeir myndað öfluga þrýstihópa og eigendur skráðra jafnt sem óskráðra hjóla hafa farið sínu fram í náttúrunni og valdið þar óbætanlegum spjöllum.
Það er mín skoðun að kerfið allt hafi sofnað á verðinum og ekki gætt ða því að setja nægileg skil á milli leiks og keppni annars vegar og notkunar hættulegra tækja hins vegar.
Í reglugerðinni um aksturskeppni eru sérstök ákvæði í 21. gr. um undanþágu til keppni eða æfingakeppni fyrir börn sem eru allt niður í 6 ára gömul (ung). Þau mega aka tiltölulega aflmiklum hjólum sem að sögn komast á allt að 100 km hraða eða þaðan af meira svo vitnað sé í fréttir Stöðvar tvö í kvöld. Með vísan til þess sem ég hef þegar sagt um skort á eftirliti, kæruleysi og almennt andvaraleysi gagnvart málaflokknum lýsi ég yfir að ég hef miklar áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast og nú eftir breytingar á reglugerðinni er ljóst að hlutirnir munu síst lagast.
Góði besti Kristján Möller það er ekki glóra í því að setja reglugerð sem heimilar 6 ára börnum að stjórna ökutækjum sem komast á 100 km hraða það sér hver heilvita maður!
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er dálítið sérstakt að þú skulir mynda þér svona sterka skoðun á máli sem þú hefur ekki kynnt þér til hlítar. Mín skoðun er að þú sért svona eins og fólkið sem er á móti bardagaíþróttum. Illa upplýstur.
Að halda því fram að foreldrar setji 6 ára börn sín á mótorhjól sem komast á 100 km hraða er auðvitað fásinna. Auk þess að halda langar ræðu um ólöglegan akstur fullorðinna einstaklinga, óskráð og ótryggð hjól, aksturskeppni og blanda því við þetta málefni.
Ég skora á þig að kynna þér það starf sem unnið er í vélhjólaíþróttahreifingunni og er þá nærtækast fyrir þig að bregða þér upp á Litlu Kaffistofu og skoða starfsemina í Bolaöldum þar sem VÍK rekur akstursíþróttasvæði. Lestu einnig viðbrögð fóks við þessari frétt sem þú vitnar í á visi.is http://visir.is/article/20070614/FRETTIR01/70614118
Aron Reynisson, 15.6.2007 kl. 10:04
Ég er algjörlega sammála þér og finnst afar einkennilegt að þetta skuli leyft. Einkennilegast finnst mér þó að foreldrar kaupi slík hjól handa börnum sínum
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.6.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.