15.6.2007 | 19:29
Ruddinn er örugglega bara að grínast - Ólafur Helgi, þú ert flottastur!
Það er áhugavert að lesa umræður sem spinnast í kringum það sem menn setja frá sér í bloggheimum og ekki síður það sem bloggarar setja frá sér um fréttir sem birtast á Netinu. Ein bloggfærsla stendur þó uppúr í dag sýnist mér, eða skyldi maður e.t.v. nota hugtakið að hún standi niðurúr! Þetta er færsla frá ruddanum sem hvetur í dag til viðskiptaþvingana vegna þess að lögreglustjórinn á Selfossi er að vinna vinnuna sína vel og af vandvirkni eins og hann gerir ævinlega.
Í bloggfærslu ruddans segir:
SELFOSS Í VIÐSKIPTABANN!!
ÉG LEGG TIL AÐ ALLT BIFHJÓLAFÓLK OG AÐRIR VELUNNARAR SETJI SELFOSS OG NÁGRANNABÆI Í VIÐSKIPTABANN. SJÁUM HVAÐ SÝSLUMANNS-MANNLEYSAN SEGIR ÞEGAR HANS SVEITARFÉLAG VERÐUR AF TEKJUM ALLRA ÞEIRRA SEM EIGA BIFHJÓL.
HÆTTUM AÐ EIGA VIÐSKIPTI VIÐ FYRIRTÆKI MEÐ HÖFUÐSTÖÐVAR OG/EÐA EINHVERJA STARFSEMI Í ÞESSU SVEITARFÉLAGI.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um svona ummæli þau dæma sig sjálf en sýna um leið við hvern vanda er að glíma. Þetta lýsir að mínu mati andfélagslegum viðhorfum sem endurspeglast oft í því agaleysi sem margir þurfa að sætta sig við í eigin fari.
Kannski er ruddinn bara að grínast eigum við ekki bara að vona það það er enginn maður svona mikill álfur!
Annars, kærar þakkir fyrir öll viðbrögðin sem ég fékk við blogginu mínu um bifhjól og torfæruhjól og ekki síður notalegar símhringingar eftir viðtal á Rás 2. Það er gaman að sjá og heyra að menn hafa skoðanir!
PS. Ætla að skjótast snöggvast á hjólinu austur á Selfoss og eyða svolitlu af peningum þar til að vega upp á móti ruddalega viðskiptabanninu!
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er flott leið að gera bíla og mótorhjól upptæk þegar ökumaður verður uppvís að ofsaakstri og eða ölvunarakstri. Fólk hugsar sig þá kannski 2 um áður en það hagar sér eins og bjánar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 19:34
Ég verð að taka heilshugar undir þessa umræðu hjá þér, einhvern veginn verður að breyta hugarfari ökumanna. Ég var að taka próf á hjól í vor og fór þar af leiðandi í ökuskóla. Þar var rætt um hraðakstur af kennaranum sem sjálfsagðan hlut og alls ekki varað við hrað-eða ofsaakstri sem hættulegri háttsemi og aldrei minnst á að slíkur akstur væri bannaður. Það þarf því að byrja í grasrótinni að breyta viðhorfi manna við að mótorhjólast. Jói
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.