Ruddinn er örugglega bara að grínast - Ólafur Helgi, þú ert flottastur!

Það er áhugavert að lesa umræður sem spinnast í kringum það sem menn setja frá sér í bloggheimum og ekki síður það sem bloggarar setja frá sér um fréttir sem birtast á Netinu.  Ein bloggfærsla stendur þó uppúr í dag sýnist mér, eða skyldi maður e.t.v. nota hugtakið að hún standi niðurúr!  Þetta er færsla frá “ruddanum” sem hvetur í dag til “viðskiptaþvingana” vegna þess að lögreglustjórinn á Selfossi er að vinna vinnuna sína vel og af vandvirkni eins og hann gerir ævinlega. 

Í bloggfærslu “ruddans” segir:

SELFOSS Í VIÐSKIPTABANN!!

ÉG LEGG TIL AÐ ALLT BIFHJÓLAFÓLK OG AÐRIR VELUNNARAR SETJI SELFOSS OG NÁGRANNABÆI Í VIÐSKIPTABANN. SJÁUM HVAÐ SÝSLUMANNS-MANNLEYSAN SEGIR ÞEGAR HANS SVEITARFÉLAG VERÐUR AF TEKJUM ALLRA ÞEIRRA SEM EIGA BIFHJÓL.

HÆTTUM AÐ EIGA VIÐSKIPTI VIÐ FYRIRTÆKI MEÐ HÖFUÐSTÖÐVAR OG/EÐA EINHVERJA STARFSEMI Í ÞESSU SVEITARFÉLAGI.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um svona ummæli – þau dæma sig sjálf en sýna um leið við hvern vanda er að glíma.    Þetta lýsir að mínu mati andfélagslegum viðhorfum sem endurspeglast oft í því agaleysi sem margir þurfa að sætta sig við í eigin fari. 

Kannski er ruddinn bara að grínast – eigum við ekki bara að vona það – það er enginn maður svona mikill álfur!

Annars, kærar þakkir fyrir öll viðbrögðin sem ég fékk við blogginu mínu um bifhjól og torfæruhjól og ekki síður notalegar símhringingar eftir viðtal á Rás 2. Það er gaman að sjá og heyra að menn hafa skoðanir!

PS.  Ætla að skjótast snöggvast á hjólinu austur á Selfoss og eyða svolitlu af peningum þar til að vega upp á móti ruddalega viðskiptabanninu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er flott leið að gera bíla og mótorhjól upptæk þegar ökumaður verður uppvís að ofsaakstri og eða ölvunarakstri. Fólk hugsar sig þá kannski 2 um áður en það hagar sér eins og bjánar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 19:34

2 identicon

Ég verð að taka heilshugar undir þessa umræðu hjá þér, einhvern veginn verður að breyta hugarfari ökumanna. Ég var að taka próf á hjól í vor og fór þar af leiðandi í ökuskóla. Þar var rætt um hraðakstur af kennaranum sem sjálfsagðan hlut og alls ekki varað við hrað-eða ofsaakstri sem hættulegri háttsemi og aldrei minnst á að slíkur akstur væri bannaður. Það þarf því að byrja í grasrótinni að breyta viðhorfi manna við að mótorhjólast. Jói

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband