21.6.2007 | 11:38
Það ættu allir að eiga svona nágranna.
Raunir garðeigenda geta verið miklar. Það þarf að snyrta, klippa, breyta, gróðursetja og fl.
Ég tók ákvörðun, að sjálfsögðu með fulltingi heimastjórnarinnar, um að kippa upp slatta af háöldruðum víðitrjám, sem virtust ekki ætla að bera sitt barr eftir atgang alls kyns kvikinda sem á þau herjuðu sbr. blogg frá 12. júní s.l. Ég keypti í stað þeirra falleg lítil tré sem heita einhverju mjög skrýtnu nafni gljámispill ef ég man rétt.
Það er ekki auðvelt að rífa upp með rótum, svo vel sé, 40 ára gömul tré. Þau eru föst og íhaldssöm á sínum stað og aðgerðin kallaði bæði á afl og útsjónarsemi. Þótt hvorutveggja sé í ríkum mæli til á mínum bæ þá var svo komið að ég átti fullt í fangi með síðustu hríslurnar sem þurfti að slíta upp.
Upp í hugann voru komin ýmis hjálpartæki sem gott væri að hafa aðgang að til að klára dæmið draga trén upp með Volvónum, sprengja þau í burtu með dýnamíti, nú eða þá draga þau upp á mótorhjólinu. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst.
Ég bý svo vel að nágranni minn og góður vinur er sr. Gunnar sterki í Digranesi. Hann hefur vafalaust heyrt í mér óhljóðin þegar ég var að draga upp hríslurnar, alla vega kom hann valhoppandi til mín og seildist í trén sem eftir voru í beðinu og lagðist á árarnar með mér.
Það þarf ekki að orðlengja það að trén flugu upp og það með látum svo moldin sáldraðist af greinunum út um allar trissur. Það þarf engar stórvirkar vélar þegar maður á svona nágranna! Kærar þakkir sr. Gunnar.
Á eftir fengum við okkur í nefið!
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg grein hjá þér yfirlögga..má ég nota hana í grein á vefsíðuna
http://kraftaheimar.net/
Kveðja Kári Elís magister ritstjóri Kraftaheima
Kári Elíson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:26
Aldeilis alveg sjálfsagt hr. Magister.
Eiríkur Hreinn Helgason, 21.6.2007 kl. 13:55
Sæll pólís,
saga þín er komin á vefinn:
http://kraftaheimar.net/?p=303#respond
en ég stytti hana aðeins
Virðingarfyllst með þökkum.
Sir Magister Cat
Kári Elíson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.