Hrósið fær....

...lögreglan á Íslandi fyrir góða frammistöðu núna þessa nýliðnu umferðarhelgi. Margir kvarta yfir því að lögreglan sé ekki nægilega sýnileg og veiti því ekki það aðhald sem menn bersýnilega þurfa. Landið er víðfemt og vegalengdir miklar en lögreglan vissulega fáliðuð. Því er það vandasamt verkefni að skipuleggja eftirlit og moða á réttan og skilvirkan hátt úr þeim mannauði og tækjum sem til ráðstöfunar er hverju sinni.

Ég var sjálfur á ferðinni á þeim góða stað Snæfellsnesi um helgina og sló niður tjaldinu (sá eini sem var ekki með a.m.k. fellihýsi) á tjaldstæðinu við Arnarstapa. Ég vil hrósa lögreglunni fyrir það að bæði á föstudagskvöldinu og laugardagskvöldinu leit lögreglan við á tjaldstæðinu, lét sjá sig og spjallaði við menn, ók m.a.s. hring um það. Erindið hefur örugglega ekki verið annað en sinna eftirliti en það að lögreglan skyldi líta við og vera sýnileg var til fyrirmyndar. Þetta hefur ekki alltaf verið svona, það get ég fullyrt.

Á leiðinni um þjóðvegina um helgina sá ég nokkrum sinnum til lögreglumanna við eftirlit og mér fannst það til fyrirmyndar.

Semsagt ágætu kollegar á landsbyggðinni: Þið fáið hrósið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband