Umferðarteppur, bílafjöld og slysagangan

Eftir umferðasultuna (e. Traffic jam) um síðustu helgi hafa hefðbundnar umræður risið um tvöföldun hér og göng þar til að við, íbúar höfuðborgarsvæðisins, komumst greiðar heim til okkar eftir sveitasæluna.  Þessi umræða er skiljanleg en aðeins í ljósi þess að fólk er byrja að átta sig á því í hvers konar samfélagi við búum hér. 

 

Bílaeign hefur aukist umtalsvert á síðustu árum og aukinni bifreiðaeign fylgja aukin ferðalög og óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra er álag á vegakerfið, þar með talið hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta er auðvitað eitthvað sem allir vita og eins og stundum fyrr þá erum við 10-20 árum á eftir öðrum Evrópuþjóðum en margar þeirra hafa um langt árabil upplifað teppurnar sem við fórum að sjá hér á landi fyrir fáum árum.

 

Ég er ekki talsmaður þess að opna allar gáttir og tvöfalda, bora fjöll og byggja brýr einungis til að menn komist hraðar yfir og þurfi skemur að bíða, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli.  Ef slík aðgerð er til að auka umferðaröryggið er hún réttlætanleg en ekki eingöngu til að koma í veg fyrir að þeir sem nú seiglast áfram milli staða komist fljótar á milli.  Þar á að beita öðrum ráðum að mínu mati.

 

Ég get svosem trútt um talað – á heimili mínu eru allt of margir bílar miðað við höfðatölu.   Við hjónin eigum sitthvorn (að sjálfsögðu) og að auki er ég með eitt bifhjól sem er bæði til skemmtunar og sem gegnir hlutverki samgöngutækis. Svo er dóttir mín nýlega orðin bíleigandi.  Hún á kærasta sem er oft hér og hann er bíleigandi þannig að ekki er óalgengt að héðan leggi af stað 3-4 bílar út í umferðina á hverjum morgni því svo makalaust sem það kann að virðast þá eru allir að fara í sitt hvora áttina og einnig á sitt hvorum tímanum.

 

Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að minnka bílanotkun heimilisins og fer mikið um á reiðhjóli, hef reyndar gert það í mörg ár.  Ég hjóla gjarnan til vinnu en þangað eru rétt tæpir 7 km.  Ég held oft meðalhraða á milli 15 og 18 km á klst.  Það þýðir að ég er aldrei lengur en 25 mínútur milli heimilis og vinnustaðar (metið er rétt um 20 mínútur). Á bíl er ég yfirleitt um 12 mínútur en það fer þó eftir umferð.

 

Mér telst til að ég hafi hjólað 38 sinnum í vinnuna það sem af er árinu, mest núna er fór að vora og eftir að sumarið kom en nokkuð reglulega þó yfir veturinn (ég er svo sérvitur að ég merki í dagbókina þegar ég hjóla á reiðhjólinu, þess vegna er þessi tala nokkuð á hreinu). 

 

Með því að slá upplýsingar um þessa ferðatilhögun inn í reiknivél hjá Orkusetrinu (orkusetur.is), gefa þar upp hverrar gerðar bíllinn minn er og síðan upplýsa um líkamsþyngd, hjólaða kílómetra o.s.frv. fæ ég upplýsingar um hversu mikið eldsneyti ég hef sparað, hversu mikið af CO2 ég hefði dælt út á bílnum og einnig hversu mörgum hitaeiningum ég hef brennt sjálfur.  Þetta eru áhugaverðar tölur sem gaman væri að leggja útaf en það verður að bíða betri tíma en þó upplýsi ég hér og nú að með því að hjóla í vinnuna hef ég það sem af er þessu ári, sparað rétt tæpa 60 l af bensíni, sleppt því að dæla 141 kg af CO2  út í andrúmsloftið og það sem allra best er, í það minnsta fyrir mig persónulega, notað í þetta 24 þúsund hitaeiningar.

  

Að sjálfsögðu fór ég í “slysagönguna” í gær með nokkur þúsund öðrum.  Við héldum hópinn starfsmenn og sérfræðingar Rannsóknarnefndar umferðarslysa, klædd gulum áberandi úlpum, merktum nefndinni.  Gangan og skipulag hennar var gott framtak hjá þeim stöllum á Landspítalanum og þótt sagt væri er við komum á áfangastað að þetta yrði árvisst vona ég að til þess þurfi ekki að koma.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú haldið að byrjunin væri að skipuleggja flutninga fjölskyldunnar til og frá vinnu og svo að reyna að notast meira við almennings samgöngur. Þær eru nú varla svo slæmar í Kópamaros eða hvað? Annars verður að fara að stemma stigu við  bílaeign íslendinga, þetta er að verða hálfgerður sirkus.  Gott hjá þér að telja kaloríufjöldann, alltaf gott að vera meðvitaður um það sem maður leggur að mörkum. kv. Jói

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég er sammála þér að þessu sinni, Eiríkur.  Ég get ekki séð að tvöföld helmingi styttri bílaröð hefði verið eitthvað betri.  Held reyndar að hvar sem er í heiminum mundi myndast umferðarteppa ef meirihluti íbúa einhverrar borgar tæki sig til á sömu tveimur klukkustundunum og færi með hjólhýsin sín á sama landssvæðið.  Og umferðarteppan myndast ekki vegna lítillar flutningsgetu þjóðveganna sjálfra, heldur vegna tafa við enda þeirra eða við gatnamót og afleggjara.  Sem dæmi má nefna að ef allir ætluðu að fara með bíl og hjólhýsi til Vestmannaeyja.  Þótt það væri tvöfaldar akbrautir frá Reykjavík og til Þorlákshafnar, mundi bílaröðin ekki hreyfast hraðar en Herjólfur gæti flutt bílana til Eyja.

Hreiðar Eiríksson, 3.7.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband