Góðar fréttir fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins

Þetta eru öldungis alveg frábærar fréttir að lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu skuli nú ætla að skoða þessi mál.  Það er með nokkrum ólíkindablæ hvernig þessi s.k. skemmtanamál hafa þróast hér á landi, sérstaklega í Reykjavík.  Það sem upphaflega átti að vera til að leysa vanda, dreifa álagi og laga ástand hefur því miður þróast á annan veg. 

Frelsi fylgir ábyrgð og það á einnig við um frjálsan opnunartíma vínveitingahúsa. 

Ég gerði það stundum að gamni mínu að skottast niður í miðbæ Reykjavíkur á morgnana um helgar, gjarnan á mótorhjólinu ef vel viðraði.  Ég er steinhættur því maður getur allt eins búist við því að útúrruglað fólk sé enn á ferli og með ólæti á milli mjalta og messu á sunnudagsmorgni.

Hvort flytja á þetta út úr miðborginni eða stytta tímann nema hvorutveggja sé er eitthvað sem þarf að ræða en mest óttast ég nú samt að Gunnar Birgisson sjái hér sóknarfæri og bjóði alla knæpueigendur velkomna hingað í Kópavoginn....


mbl.is Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það var sannarlega ánægjulegt að hlýða á þennan unga embættismann ræða opnum huga um lausnir á ófremdarástandinu. Reyndar alger nýlunda að embættismenn tali ekki niður til viðmælenda sinna.

Vonandi að þetta sé tákn um breytt og betri samskipti og samráð um lausnir.

Árni Gunnarsson, 13.8.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband