Að afloknu sumarfríi

Allt tekur enda, einnig sumarfrí.  Í fyrsta skipti í mörg ár lét ég skyldustörfin eiga sig meðan ég var í fríi, var ekki með vinnusímann opinn nema síðustu daga sumarfrísins og tölvan var einnig að mestu látin í friði enda var hún í yfirhalningu  hjá hr. Dell á meðan. 

Þetta hefur bæði ljósar og dökkar hliðar.  Það er vissulega gott að slíta sig frá daglegri rútínu og hvíla sig á verkefnunum sem daglega þarf að sinna og víst er það öllum holt.  Hins vegar er það alveg skelfilegt að líta yfir tölvupóstinn sinn eftir svona fjarveru.  Þegar ég var búinn að flokka skeytin, henda og grisja, þá voru nákvæmlega 153 skeyti eftir sem þarf að svara (eða þurfti að svara!)  Sú samviskusemi sem manni var innrætt í æsku segir að rétt sé að hella sér í að svara öllum og það strax, en hálfsystir hennar, skynsemin, segir manni að þetta þoli nú örugglega smá bið - heimurinn farist ekki þótt nokkur tölvuskeyti liggi ósvöruð einhverja daga! Sú varð og niðurstaðan.

Hér kemur að lokum stutt saga um tölvupóst:  Kunningi minn einn fór í lengri gerðina af fríi því hann tók feðraorlof í framhaldi af sumarleyfi svo hann var ekki á skrifstofunni í  hálft ár eða svo. Þetta er maður í stjórnunarstöðu hjá áberandi ríkisfyrirtæki.  Hann sá fram á þetta vandamál sem ég var að lýsa hér að framan og því setti hann svohljóðandi texta í sjálfvirka svarið (out of office reply) á tölvupóstinum: Er í feðraorlofi í hálft ár - þegar ég kem til baka mun ég eyða öllum tölvupóstinum sem mér hefur verið sendur.  Ef erindið er áríðandi þá er þér velkomið að senda mér skeytið aftur þegar ég er kominn til baka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband