Umferðareftirlit - greinilegur munur!

Það hefur verið unnið mikið í skipulagningu löggæslumálefna að undanförnu.  Afurðin er m.a. öflugri og sýnilegri löggæsla, ekki síst á þjóðvegunum.  Þetta hefur verið gert með samstilltu átaki samgönguráðuneytisins og embættis Ríkislögreglustjórans f.h. lögregluembættanna í landinu en þeir sem verkin vinna eiga samt ekki síst þakkir skyldar.

Árangurinn af þessu eftirliti sást greinilega núna síðdegis og í kvöld á Suðurlandsveginum milli Reykjavíkur og Selfoss. 

Við skruppum nokkrir félagar í mótorhjólatúr austur fyrir fjall og ég held að ég hafi sjaldan orðið svo kyrfilega var við lögregluna sem í þetta skipti, þ.e. við eftirlit,  - enda gekk umferðin vel og var afslöppuð.   

Á leiðinni sá ég fyrsta lögreglubílinn skammt frá Rauðavatni.  Þar voru lögreglumennirnir í eftirliti að því er virtist, þótt bíllinn væri á ferð.   Á gatnamótunum við Bláfjallaafleggjarann voru tveir lögreglumenn sem höfðu lagt lögreglubifhjólunum (þessum nýju, flottu!!!) og mældu hraða með laiser-ratsjá.  Þeir virtust bara eiga náðuga daga því menn óku skaplega og í stuttu spjalli við þá kom fram að allt væri bara nokkuð skaplegt.  Hjá Litlu-Kaffistofunni var svo lögreglubíll, einnig kyrrstæður og vel sýnilegur, og í honum var lögreglumaður við umferðareftirlit og hraðamælingar.

Þetta sendi skýr skilaboð til umferðarinnar.  Menn óku að því er virtist flestir á löglegum hraða og allt virtist ganga að óskum.  

En þetta er ekki allt búið! Rétt  austan við Hveragerði var lögreglubíll kyrrstæður á útskoti og í honum tveir lögreglumenn að fylgjast með, sýna sig og sjá aðra. 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sýnileg umferðarlöggæsla sé gagnleg og gott tæki til að fá ökumenn og aðra vegfarendur til að fara að lögum í hvívetna.  Þetta hef ég rannsakað með Ágústi Mogensen, afbrotafræðingi og rannsóknarstjóra RNU (sjá skýrslu hér).  Niðurstaða okkar var að sýnilegt umferðareftirlit hefur áhrif á hegðun ökumanna en áhrifin eru að vísu mismunandi eftir því hvers eðlis það er.

Mér finnst sérlega ánægjulegt að sjá að lögreglunni skuli nú stýrt á þennan hátt til eftirlits sem virkar vel.  Til hamingju þið sem eigið heiðurinn af þessu.

Það þarf ekki að orðlengja það að umferðin gekk vel - ég varð aldrei var við framúrakstur þá 140 km sem við ókum í þessari kvöldferð okkar og aldrei slíku vant komu engir "öskrandi" raiserar framúr okkur að þessu sinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir töltu í hópi á heiðinni,

á hjólum samt allir í reiðinni.

Á hópnum má sjá

að hægði þeim á

kraðak af löggum á leiðinni.

kraftaklerkur (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 00:18

2 identicon

Með aflmiklum fákum

og kraftmiklum strákum,

burt af Heiðinni

og af leiðinni

við Ólaf Helga rákum.

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband