20.8.2007 | 08:19
Þrekvirki unnin á Kirkjulistahátið
Í gærkvöldi lauk Kirkjulistahátíð með sannkölluðum stórtónleikum. Oratoria G.F.Händels Ísrael í Egyptalandi, sem ekki hefur fyrr en nú á Kirkjulistahátíð ratað í íslenska tónlistasali, kórónaði annars frábæra dagskrá hátíðarinnar.
Flytjendur voru Kammerkórinn Schola Cantorum, Alþjóðlega barrokksveitinni frá Haag í Hollandi og einsöngvarar úr hópi kórmeðlima, auk kontratenórsins Robin Blaze. Hörður Áskelsson stjórnaði flutningi. Þetta verk Händels er magnþrungið og gerir miklar kröfur til flytjenda sem skiluðu sínu af mikilli fegurð og smekkvísi.
Það má segja að hvert stórvirkið hafi rekið annan á hátíðinni, sem nú var haldin í 11. sinn. Það var ánægjulegt að sjá þann mikla metna sem lagður var í þau atriði sem boðið var uppá og jafnframt að skynja þá fjölbreytni sem var í boði af listum sem tengjast kirkjunni.
Mér finnst það vera í frásögur færandi að fá í einni og sömu vikunni að hlýða á frábæran flutning á H-moll messu J.S.Bach og oratoríuna um Ísrael i Egyptalandi eftir Händel . Þetta er til marks um þann stíganda og grósku sem hefur verið í íslensku listalífi og sem vonandi sér ekki fyrir endan á!
Ég segi takk fyrir mig og til hamingju Hörður Áskelsson og þið öll hin.
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.