3.9.2007 | 22:32
Fótboltinn í fyrirrúmi
Þann 31. janúar s.l. var sjónvarpað frá afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í þeirri athöfn og ásamt söngvinum mínum í Voces Thules. Við vorum tilnefndir til verðlauna (sem við fengum) og auk þess á dagskránni með stutt tónlistaratriði sem auðvitað var eins og annað á dagskránni þrautæft og tímamælt.
Þegar við vorum að undirbúa okkur undir að ganga inná sviðið til að performera fengum við tilkynningu frá skipuleggjendum -... ekki tími fyrir atriðið ykkar, sjónvarpið vill ekki að dagskráin fari fram yfir 10-fréttir.
Við urðum auðvitað ekki ánægðir með þetta en hins vegar ánægðir með að hafa fengið verðlaun og svosem lítið hægt að kvarta þarna á sviðsvængnum.
Þetta rifjast upp fyrir mér núna þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að horfa á 10 fréttirnar af því ég missti af kvöldfréttunum. Enn er verið að sýna fótboltaleik sem greinilega eru ekki gerðar athugasemdir við að fari framyfir 10 fréttirnar.
Einhver myndi kalla þetta mismunun en fótboltinn hefur svo sem alltaf verið í fyrirrúmi þar á bæ, okkur hinum til lítillar ánægju...
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður. Ég tek svo sannarlega undir þetta. Mér finnst líka með ólíkindum hvað heyrist lítið frá því þjóðarbroti sem ekki horfið á fótbolta. Ég missti einnig af kvöldfréttum í gær og ætlaði svo sannarlega að sjá tíufréttirnar. Þó þær séu nú ekki alltaf markverðar þá er þetta óþolandi yfirgangur. Hefði verið um sveitarkeppni í golfi að ræða þá hefði hún ekki verið sýnd í "beinni" né fréttum sleppt fyrir slíkt. Þó eru tugir Íslendinga sem stunda þá íþrótt.
Kveðja frá JP
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.