Sveppatínslutími fíklanna er runninn upp

Þessa dagana eru þeir áberandi sem stunda tínslu á ofskynjunarsveppum sem vaxa villtir víða um land. Þeir ganga um nokkrir saman m.a. á gjöfulum sveppaökrum höfuðborgarsvæðisins, og tína í skjóður sínar og fötur sveppi sem verða fæstir matreiddir heldur þurrkaðir og nýttir til að komast í vímu. 

Í sveppunum eru ólögleg ávana- og fíkniefni  (pilocypin) sem fíklarnir ná sér í með þessum einfalda hætti og nú meðan sveppatínslutíminn stendur sem hæst leggur fólkið nótt við dag að tína og "bjarga verðmætum" eins og aðrir gera sem þurfa að lifa á landsins gæðum.  Sveppirnir eru síðan þurrkaðir og meðhöndlaðir til að þeir henti til neyslu og vímugjafar.

Lögreglan hefur margoft haldlagt sveppi hjá fíkniefnaneytendum en eðli máls samkvæmt þá er ekki hægt að ætlast til lögreglan standi á öllum grænum svæðum borgarinnar, hvað þá annars staðar á landinu, á "uppskerutímanum" og fylgist með eiturpésunum sem tína, gjarnan tveir eða þrír saman, þannig að einn stendur á verði meðan hinir tína.

Er eitthvað til ráða eða er þetta kannski bara allt í lagi?  Ég man ekki eftir mikilli umræðu um þetta í fjölmiðlum og kannski er þetta eitt af þeim málefnum sem fólk hugleiðir ekki svo mikið.

Það er allt í lagi fyrir ykkur gott fólk að stugga í það minnsta við krökkum og unglingum sem sýna skyndilega mikinn áhuga á sveppum í túnfætinum hjá ykkur - sjálfsagt er einnig að gera yfirvöldum viðvart en í guðanabænum ekki siga lögreglunni á okkur sem förum í Heiðmörkina og Esjurætur að tína ætisveppi - það er allt önnur Ella eins og sagt er...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Eiríkur. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir háan aldur minn þá hef ég aldrei rekist á þessa vinsælu sveppi sem þú nefnir þarna. Gaman væri að fá lýsingu á því hvernig má þekkja þá frá gamla vinsæla haugsveppinum, bara svo ég geti varast þá.

Kveðja, DM

Daníel Magnússon (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Gömul tún í Breiðumýri á Álftanesi eru mjög vinsæl hjá þessum tínslumönnum.  Fimm þeirra voru í morgun að tíma fyrir utan stofugluggann minn.  Þetta er árvisst og síðustu haust hafa verið sveppunum góð.  Ég hef gert tilraunir að kalla á lögreglu en án árangurs nema í eitt sinn.  Þá var eins og minkur hefði komið í hænsnahús.  Fjórir menn sem gengið höfðu kengbognir í baki og rýnt í svörðinn brugðu undir sig betri fótunum og létu þá forða sér.  Sveppunum köstuðu þeir frá sér á hlaupunum.  

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.9.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Eiríkur Hreinn Helgason

Sælir DM og SIL.  DM spyr um lýsingu á sveppunum - ég er nú ekki svo sveppafróður að ég geti aðstoðað við að varast þessar hættur og er því ekki annað að gera en skjótast i á Klambratún, nú eða þá út á Álftanes heim til SIL og elta þessa kóna sem eru að safna í sarpinn og fá að  eitt lítið speciment!!! 

Sjálfur hef ég bara séð þessa sveppi í návígi í þurrkuðu formati  í gamla daga þegar slíkt rak á fjörur okkar í húsleit þá ég vann við rannsóknir sakamála. Þá litu þeir út eins og hverjir aðrir þurrkaðir sveppir!!!

Hins vegar treysti ég því að þið hafið fylgst með fréttum sjónvarpsins í kvöld (sunnudagur) en þá var fjallað um góða sveppasprettu og sérstaklega fjallað um sveppinn fýluböll sem laðar til sín flugur með því að gefa frá sér lykt sem líkist lykt af úldnu keti.  Síðari hluta heitisins fær hann af lögun sinni!!! 

Ég er að hugsa um að skrá mig í sveppafræði í HÍ!

Eiríkur Hreinn Helgason, 16.9.2007 kl. 20:16

4 identicon

Hm..... fróðlegt og spennandi efn. Ætla að kanna túnin hér austan fjalls og skoða kengbogið fólk rýnandi í grassvörðinn og þykjast vera sveppaáhugamaður.

DM (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband