Ég er ekki rasisti en....

Ég er fastagestur í Salarlaug í Kópavog.  Þar sækist ég eftir því að komast í ró og næði í heita pottinn, gufuna og jafnvel að synda spottakorn.  Salarlaugin er skínandi vel hannað mannvirki, skemmtilega byggð og notendavæn. 

Í hvert einasta skipti sem ég sæki laugina heim læðist að mér sú hugsun að við þurfum að huga betur að því að kynna það sem tilheyrir okkar kúltúr eða menningu, fyrir þeim útlendingum sem koma hingað að vinna eða staldra hér við um lengri eða skemmri tíma.  Við höfum okkar sérkenni og þeir hafa sín, að sjálfsögðu mismunandi eftir því frá hvaða landi þeir koma.

Því segi ég þetta að ég á í mikilli baráttu við sjálfan mig að detta ekki þann pytt að tjá mig við suma af þessum gestum okkar þegar ég sé þá umgangast sundlaugina okkar, og það sem henni fylgir, af ónógri tillitssemi við okkur hin sem hana notum. 

Meðal þess sem mig langar að ræða við þetta fólk er að benda því á að það eigi að þvo sér rækilega áður en það kemur ofaní en ekki koma skraufaþurrt og óþvegið og skella sér ofaní vatnið, jafnvel þótt það kunni að vera alsiða í þeirra heimalandi.  Ég myndi vilja ræða við sumar dömurnar (sem eru á öllum aldri) að það sé ekki skylda að mæta með uppstrílað hár, málað andlit og ilmvatnsský í heita pottinn - það nægi að ilma af hreinlæti.  Ég myndi líka vilja ræða við manninn sem ég sat við hliðina á í eimbaðinu og sem ræskti sig "ofan í kok" og hrækti svo bakvið bekkinn sem hann sat á 

En að þessu öllu saman vandlega yfirveguðu þá myndi ég helst vilja ræða við forstöðumanninn í sundlauginni, og geri það kannski einhvern daginn, því sökin á umgengninni sem ég hef svo margoft orðið vitni að liggur ekki einvörðungu hjá fólkinu sem sækir laugina heldur einnig hjá þeim sem eru á launum hjá okkur útsvarsgreiðendum í Kópavogi og vinna ekki vinnuna sína.  Ég fór nefnilega í rannsóknarvinnu um daginn og gerði könnun á því hvernig skilaboðum er komið á framfæri við þá sem nota þjónustuna.

Niðurstaðan var þessi.  Í karlaklefanum er hvergi að sjá skilaboð um að gestir skuli baða sig hátt og lágt fyrr en komið er inní sturtuklefann sem er stúkaður af og menn fara að sjálfsögðu ekki inní ef þeir ætla ekki að baða sig.  Þar eru skilaboðin sett fram með mjög hógværum hætti og að sjálfsögðu bara á íslensku.  Í útiklefanum eru engar upplýsingar um að fólk skuli baða sig áður en það "fer oní" .  Ég hef spurst fyrir um merkingar í kvennaklefanum (því miður má ég ekki fara þar inn) og fengið þær upplýsingar að merkingar um hreinlæti séu mjög hófstilltar. Reglur sundlaugarinnar hanga að sönnu uppi gestum til eftirbreytni en þær eru að sjálfsögðu einvörðungu á íslensku og með svona ca. 14 punkta letri á lítt áberandi stöðum. 

Hvað er til ráða?  Við Íslendingar erum vanir því að baða okkur rækilega áður en við förum ofaní sundlaugina.  Okkur er þetta innprentað frá blautu barnsbeini ef svo má segja.  Þetta er okkar kúltúr og hann ber öðrum sem hér staldra við um lengri eða skemmri tíma að virða. 

Lausnin felst í því að mínu mati að setja upp skýrar áletranir í máli og myndum á áberandi staði (eins og gert er í flestum sundlaugum) og bæta við nokkrum völdum tungumálum í samræmi við þann mikla fjölda Austurevrópubúa sem sækja laugina heim.  Ég hef nefnilega sannfrétt að vinnuveitendur heilu vinnuflokkanna sem vinna við húsbyggingar í efri byggðum  Kópavogs bendi starfsmönnum sínum á að því miður sé ekki boðið uppá brúsubað í gámunum sem þeir fá til búsetu en það geti verið klókt fyrir þá að skjótast í Salarlaugina!

Vil að endingu taka það fram að ég er ekki rasisti eins og þeir vita sem mig þekkja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þessu með hreinlætið á sundstöðum.Sundlaug sem ég sótti um tíma var með marga gesti sem fóru aldrei í bað komu í sundfötum og fóru aftur án þess að fara úr.Mér fannst þetta svo skrítið en var sagt að það tíðkaðist ekki hjá þessu fólki að fara úr fötum þar sem annað fólk væri viðstatt.Ég er á því að vilji þetta fólk lifa og starfa hér,þá verði það að búa við þær reglur sem hafa verið í þessu landi lengi.Samanber þegar hætt var að bjóða upp á svínakjöt í Austurbæjarskóla af því múslimar borða það ekki.Auðvitað átti bara að hafa eitthvað annað fyrir þann hóp,

margret (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:12

2 identicon

Þetta er nú meðal annars ástæðan fyrir því að ég hætti að nota sundlaugarnar. Heitu pottarnir fljótandi af dauðu skinni og flösu sem hefði mátt þvo úr áður en lagst var í pottinn og annað sem fylgir því að sulla í vatni fyrir utan sturturnar þar sem tásveppur (enginn að tína þá upp :D ) grasserar óheftur. Held nefnilega að þrifin í klefunum sjálfum og annarsstaðar þar sem fólk gengur um berfætt sé heldur ekki uppá þá bestu fiska sem völ er á. Skáeygir að þrífa með annan skítastuðul en við hin.

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:51

3 identicon

Í færeyjum er frábær auglýsing til notenda áður en menn fara í nuddpottinn.  Mig minnir hana vera svona: "Nausynlegt er að tvær sær áðuren farið er í gosbaðið".

Kanski þurfum við að setja skemmtilega auglýsingu á arabísku, ensku, pólsku og íslensku með myndmáli til staðfestingar á þvottasiðum Íslendinga.

Mörg er að varast vítin
ef viltu í laugarbað.
Skúraðu áður skítin
en skellirðu oní það.

kraftaklerkur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband