Blogg eru til alls fyrst!

Um daginn velti ég fyrir mér hreinlætinu í Salarlaug í Kópavogi og kvartaði eiginlega í bloggfærslu. Ég hafði orð á því að fyrirmæli til laugargesta um að þrífa sig áður en þeir fara "oní" væru af skornum skammti og nánast ósýnileg í þeirri ágætu Sundlaug

Ekki veiti ég hvort það var þessu rafrausi mínu um að þakka eða því að menn kveiktu allt í einu á perunni en nú í nýliðinni viku var bætt úr þessum merkingarskorti og sett upp greinileg fyrirmæli á fjórum tungumálum (skrýtið, ekkert þeirra er Austur-Evrópumál) og með skýringarmyndum að auki.

Semsagt - Blogg eru til alls fyrst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Bloggin virka, það hef ég reynt.  M.a. þegar ég vakti athygli á gangstétt sem búin var að vera ófær vikum saman án sýnilegrar ástæður framan við aðalstöðvar Kaupþings í Borgartúninu.  Daginn eftir færsluna var búið að laga gangstéttina auk þess sem ég fékk upphringingu frá bankanum þar sem mér var þökkuð ábendingin.  Þetta segir manni að álit manns skipta máli - ef maður lætur þau í ljós!

Annars má lesa umrædda boggfærslu hér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.9.2007 kl. 09:32

2 identicon

Er farinn að sakna bloggs frá þér lögga.

kv. JP

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:36

3 identicon

sendi þér "slytru" svona í hvatningarskyni.

Gunnar 

And- fer Eiríks fram -lega
að yrkja blogg og fleira.
Bráð- nú byrja má -lega
að blogga soldið meira.

kraftaklerkur (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband