10.11.2007 | 21:30
Hvernig maður losnar við rútubíla úr íbúðarhverfum!
Mig langar að deila með ykkur stuttri reynslusögu af "viðskiptum"við rútufyrirtæki. Dag einn fyrir nokkrum vikum tók ég eftir (það fór reyndar ekki framhjá neinum!!!) að stórum rútubíl var lagt í húsagötu rétt við heimili mitt. Rútan var kyrfilega merkt tilteknu rútufyrirtæki. Rútubílar eru breiðari og fyrirferðarmeiri en flestir aðrir bílar og af þessum bíl var ekki bæjarprýði og hann olli hættu að mínu mati (þar að auki eru bannreglur sem gilda um stöður svona stórra bíla í Kópavogi).
Ég veit að kollegarnir í löggunni hafa ýmsum öðrum hnöppum að hneppa en vera að eltast við svona smámál svo ég ákvað að fara styttri leiðina og í stað þess að hringja í lögguna þá hringdi ég í eiganda rútufyrirtækisins og bað hann að beina því til starfsmanns síns að leggja ekki hér í íbúðarhverfinu. Í mjög stuttu máli þá sagði sá ágæti maður mér að vera ekki að skipta mér að því sem mér kæmi ekki við - ég gæti hringt í lögguna ef ég væri ekki sáttur við að bílnum væri lagt þarna. Mátti skynja það á svörum hans að hann teldi að lögreglan myndi ekki skipta sér af svona. Mér fannst ekki mikið til svars eigandans koma. Hann vildi ekki hlýða á rök um að þetta væri hættulegt og þar að auki bannað og lauk samtalinu okkar án þess að við næðum sameiginlegri niðurstöðu.
Ég náði tali af bílstjóra rútunnar skömmu síðar og spurði hann hvort hann gæti hugsað sér að leggja rútunni einhvers staðar annars staðar. Maðurinn er ekki íslenskur en talaði ensku og sagði mér að þar sem það væri ekki merkt að bannað væri að leggja rútu legði hann henni þarna uns annað yrði ákveðið.
Nú voru góð ráð dýr. Ljóst var að vægustu úrræðin dugðu ekki svo ég fór í næsta stig aðgerða. Ég tók ljósmyndir af rútunni þar sem henni var ólöglega lagt, sendi ljósmyndirnar til lögreglunnar í tölvupósti ásamt kærubréfi og sendi cc til rútufyrirtækisins.
Er skemmst frá því að segja að innan klukkustundar frá því ég sendi skeytið þá var rekstrarstjóri rútufyrirtækisins búinn að hafa samband við mig, bað mig afsökunar og kvaðst vera búinn að ræða við bílstjórann og segja honum að leggja rútunni ekki í íbúðarhverfum bæjarins. Hann tók reyndar fram að ég hefði betur talað við sig strax frekar en eigandann. Bað hann mig að láta sig vita ef þetta kæmi fyrir aftur svo hann gæti brugðist við.
Síðan hefur rútan ekki sést en rétt er að taka það fram að lögreglan brást ágætlega við ábendingum mínum og hefur farið um hverfið með aðvörunarmiða og sett á bíla sem hefur verið ólöglega lagt.
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geri ráð fyrir því að við séum nágrannar. Amk stóð ég í svipuði stappi nú fyrir stuttu og eins og þú ákvað ég að reyna að fara kurteisu leiðina fyrst. Ég talaði við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og brást hann hinn versti við þannig ég hringdi nokkur símtöl í lögregluna. Rútan er hætt að koma en sennilega best að fylgjast með. Svon flikki tekur líka amk. 4 bílastæði og ekki er nú of mikið af þeim.
Ein úr tungunum.
Ein úr tungunum (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 21:48
Góður. Það er ótrúlegt hvað einn tölvupóstur getur gert mikið.
Mummi Guð, 10.11.2007 kl. 21:52
Fegin er ég að hafa ekki verið sofandi farþegi í þessari rútu :-) Ég væri þá á röngu bílastæði í dag.
Jói Pé (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.