18.11.2007 | 23:37
Besti útvarpsþátturinn í dag?
Útvarp allra landsmanna á ekki allra best útvarpsþáttinn um þessar mundir að mínu mati. Að vísu er þátturinn síðdegis á laugardögum, "Orð skulu standa", alveg sérstaklega góður og ég reyni að hlusta á hann (netið kemur að góðu gagni ef maður missir af honum!).
Að mínu mati er það lítil einkarekin útvarpsstöð, Útvarp Saga, sem á best útvarpsþáttinn nú um þessar mundir. Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaðurinn góðkunni, hefur um alllangt skeið haldið úti morgunþætti á þessari útvarpsstöð og á hverjum föstudegi fær hann í heimsókn til sín hagfræðinginn Guðmund Ólafsson, háskólakennara. Þessi menn eru báðir hafsjór af fróðleik og spjall þeirra er yfirleitt mjög skemmtilegt.
Ef hægt er að tala um hreinræktaða "besservissera" þá má fullyrða að þeir falla í þann flokk og þegar tveir slíkir eru leiddir saman verður útkoman ávallt stórskemmtileg. Sjaldnast er maður sammála þeim félögum þegar þeir leiða saman hesta sína en þeir stinga oft á mörgum kýlum í íslenskum þjóðmálum, gagnrýna hagstjórnina "hægri vinstri" og viðhalda virkri stjórnarandstöðu. Þeir hafa skoðanir á öllu sem er til umræðu og það er oft kostulegt að hlusta á þá og nánast er sama hvert málefnið er, þeir kunna á því lausn og liggja alls ekki á henni!
Ég vil endilega hvetja alla þá sem eiga þess kost, að hlýða á þennan þátt. Þeir félagar eru hið skemmtilegasta kompaní og kærkomin viðbót í fjölmiðlaflóruna.
Útvarpsstöðin sjálf er hinsvegar að mínu mati of markeruð af leiðinlegum auglýsingum og ennþá leiðinlegri röflandi innhringjandi hlustendum þótt því verði ekki neitað að sumir þeirra kveikja oft skemmtilega umræðu.
Arnþrúður útvarpsstjóri á þakkir skyldar fyrir að hafa haldið þessari útvarpsstöð gangandi nú um nokkurt skeið. Það er trúlega ekki auðvelt né létt.
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú orðin algjörlega gufusoðin, hlusta nær eingöngu á Gufunesradíó, það er í mesta lagi að nostalgían á Gullbylgjunni fái að óma í bílnum.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:23
Ég verð nú að taka undir þetta, Gufan góða fær að hljóma frekar en eitthvert slúðursögukjaftæði.
kv. JP
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:41
Mér sýnist þú verða að endurskoða útvarpssmekkinn þinn Eiríkur :D
Nöldurkellingin (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.