Sterkasti prestur í heimi -til hamingju

Íslenska þjóðin hefur um nóg að hugsa um þessar mundir eftir náttúruhamfarirnar á Suðulandi s.l. fimmtudag.  Sem betur fer þá urðu ekki alvarleg slys á fólki en vissulega eiga margir um sárt að binda.   Lífið heldur áfram sinn vana gang, fólk gengur til sinna daglegu starfa, sumir fara á fjöll meðan aðrir fara í golf og svo eru enn aðrir sem taka sér óvenjulegri hluti fyrir hendur.

Í  gær fór fram nokkuð sérstök íþróttakeppni sem ekki hefur farið mikið fyrir í fjölmiðlum enda hafa þeir haft öðrum hnöppum að hneppa við að skýra okkur frá hamförunum fyrir austan fjall.

Íþróttakeppnin var reyndar þannig að þar fóru menn hamförum.  Hún fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi þar sem keppt var um titilinn „Sterkasti prestur í heimi“.   Finninn sr. Teijo Mathlin skoraði á sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestinn okkar hér í Digranessókn, sem var handhafi titilsins "The World's most Powerful Pastor" fyrir keppnina. 

Því miður átti ég þess ekki kost að mæta til keppninnar og hvetja minn mann þar sem ég var bundinn við skyldustörf eins og fleiri kollegar mínir um þessar mundir en hugurinn var hjá honum.

Sr.Gunnar gerði sér lítið fyrir og vann keppnina með glæsibrag og nokkrum yfirburðum og bætti sig verulega frá síðustu keppni - hann lyfti 600 kg samanlagt sem telst mjög góður árangur. 

Við sóknarbörnin óskum honum til hamingju og styðjum hann massíft í þessu sem öðru enda er kallinn ekki bara öflugur í lyftingum heldur einnig í því að byggja upp makalaust skemmtilegt safnaðarstarf og brydda uppá nýjungum hér í Digraneskirkju (þið hefðuð bara átt að sjá „mótorhjólamessuna“ um hvítasunnuna.).

Hér er tengill inná heimasíðu sr. Gunnars – þar má m.a. sjá ljósmyndir og myndbönd sem sýna frá keppninni og hvernig á að taka á því!!!  (http://www.kraftaklerkur.blogspot.com/ ) Það er vel þess virði að skoða síðuna hans og velta því svo fyrir sér hvort það ættu ekki allir að „eiga“ svona sóknarprest. 

Til hamingju Gunni - !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér hólið og hamingjuóskir.  Það verður að segjast eins og er að eftir að hafa farið "hamförum", eins og þú réttilega orðar það, þá finn ég það núna að skrokkurinn borgar fyrir slíkt eftirá .

Gunnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:47

2 identicon

Hann er seigur, strákurinn, en það er betra að fara varlega Gunni minn.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:10

3 identicon

Til hamingju með að vera farinn að blogga aftur. Hef saknað þess sárlega undanfarna mánuði að hafa ekkert röfl að lesa frá þér.

Kveðja, Jói

Jói P (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband