Evrópski lögregluskólinn CEPOL

Árið 2006 skrifaði Lögregluskóli ríkisins undir samstarfssamning við Evrópska lögregluskólann CEPOL (skammstöfun úr frönsku: College Europeen de Police).  Þessi samningur var gerður að frumkvæði Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra.  CEPOL er í raun ekki eiginlegur skóli heldur n.k. regnhlífasamtök lögreglumenntastofnana Evrópusambandsins (ESB). Með stofnun hans var opnuð leið fyrir stjórnvöld ESB ríkjanna til að efla menntun tiltekinna stétta og starfsstiga innan löggæslunnar og koma á framfæri áherslumálum sem sett eru á oddinn á hverjum tíma í löggæslunni. Með því að Íslandi, Noregi og Sviss var boðin aðild að CEPOL með sérstökum samstarfssamningi er þjóðunum  gefinn kostur á því að taka virkan þátt í umræðunni og í því menntastarfi sem fram fer innan CEPOL.  Þannig kemur það ekki að sök þótt samstarfsríkin þrjú séu ekki aðildarríki ESB og það er tvímælalaust allra hagur að hafa þau innanborðs í þessari lögreglusamvinnu sem snýr að menntun og þjálfun.

 Brotamenn spyrja ekki að því hvort ríki sé innan ESB eða utan þegar þeir helga sér svæði og því er nauðsyn fyrir Ísland að hafa tök á fylgjast með á þessu sviði eins og á öðrum sviðum löggæslunnar.

Þótt lögreglan á Íslandi sé agnarsmá samanborið við nánast öll önnur Evrópuríki þá þarf hún að hafa burði til að takast á við nánast sömu vandamál og kollegarnir í „stóru“ ríkjunum . Því var það mikil framsýni að tryggja með áðurnefndum samstarfssamningi að lögreglan á Íslandi fengi aðkomu að CEPOL.

Lögregluskóli ríkisins, þar sem ég starfa, hefur frá því samningurinn var undirritaður, og reyndar einnig fyrir þann tíma, unnið markvisst að því að senda lögreglumenn, gjarnan úr hópi stjórnenda, á námskeið á vegum CEPOL. Þá  skipuleggur skólinn á þessu ári í annað sinn námskeið á vegum CEPOL.  Slíkt námskeið stendur yfir í Finnlandi og Svíþjóð þessa dagana og því verður síðan framhaldið á Íslandi í haust.  Lögregluskólinn tekur virkan þátt í skipulagningunni og kennslu auk þess sem tveir sérfræðingar frá Íslandi sitja það.  Námskeiðið nefnist Future Crime Trends og er sérstaklega ætlað þeim sem starfa við þjálfun og fræðslu lögreglumanna í ESB ríkjunum og  samstarfsríkjunum.  Á námskeiðinu er m.a. fjallað um OCTA-skýrslu Europol  (Organised Crime Threat  Assessment)sem gefin verður út í þriðja sinn síðar í þessum mánuði .  Í skýrslu er þróunin í skipulagðri glæpastarfsemi m.a. kortlögð og í henni fá löggæsluyfirvöld mikilsverðar upplýsingar sem nýtast til baráttunnar við skipulagða glæpastarfsemi.  Finna má útgáfu OCTA-skýrslunnar,ætlaða almenningi, á heimasíðu EUROPOL  og ætti hún að vera öllum áhugamönnum um löggæslu og öruggt samfélag gagnleg lesning.

Þetta námskeið, og fjölmörg önnur sem CEPOL skipuleggur, er hreinn ávinningur fyrir Íslensk lögregluyfirvöld og liður í því að auka þekkingu innan hennar.  Við sem sitjum  námskeiðið og skipuleggjum það fáum það hlutskipti í framtíðinni að koma áhersluatriðum á framfæri í heimalöndum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband