9.6.2008 | 23:57
Vosiloma – Ferie - Holiday – Urlaub – Vacances - 休暇 -Sumarfrí.
Framanritað er samheiti yfir það sem hófst, eða átti í það minnst að hefjast, kl. 16:00 í dag. Það urðu smá tafir hjá mér, ókláruð verkefni sem voru leyst fyrir rest og síðustu handtökin í þágu hins opinbera voru innt af hendi þegar klukkan var farin að halla í 10 í kvöld!
Fríið verður verðskuldað að mínu mati og ekki hægt annað en líta björtum augum fram á veginn. Það er þó örlítið ankannalegt að verða á ferðinni í þriðja skipti á jafnmörgum vikum í Leifsstöð á leiðinni til útlanda. Sumarfrí er þó að sjálfsögðu allt annað en vinnuferðir sem hafa verið óvenju tíðar að undanförnu!
Á morgun skal lagt í hann westur um haf. Sett hefur verið upp plan skv. SÁBF-kerfinuog fjölbreytt dagskrá er tilbúin. Pöntuð hafa verið hótel víða um USA undir öruggri stjórn Þóru Þórarinsdóttur, aðalfarastjóra; Gunnar Sigurjónsson er búinn að stinga út helstu mótorhjólabúðir, íhlutabúðir fyrir mótorhjól, mótorhjólasöfn, "Jakaból" o.s.frv. á leiðinni sem farin verður. Sjálf erum við fr. Stefanía búin að afreka eitt flóknasta skipulagsverkefnið ferðarinnar, nefnilega að græja transportið suður í Leifsstöð á morgun!!! Þá höfum við einnig sameinast um að skilgreina húsgæsluna og fylla húsin af fóli, gæludýrið til öryggis komið í pössun til afa og ömmu, garðurinn sleginn og snyrtur og svo er bara að bíða eftir því að klukkan verði síðdegis á morgun en þá hefst ferðin til USA.
Ætlunin er að halda hér á þessum stað dagbók fyrir fjölskyldumeðlimi, vini og velunnara til að fylgjast með, þ.e. eftir því sem netsamband leyfir, en mér skilst að þeir þar westra hafi net í hverju horni.
Ferðin hefst semsagt í Minniapolis á morgun og endar í Orlando allnokkru síðar. Hvað gerist þar á milli á eftir að koma í ljós en m.a. þess sem er á dagskrá eru heimsóknir á söfn (þar á meðal Harley Davidson safnið og aðskiljanleg mótorhjólasöfn....), dvöl í rólegu umhverfi í háskólabæ, æfingaferðir í ýmsa þreksali, heimsókn til Memphis, siglingar á fljótum og stórskornum vötnum, krókódílaveiðiferðir (sjáum til með það!), hjólatúrar með 150 hp í klofinu, golf, hundaveðhlaup, meira golf, stefnumót við Anabaptist (Amis-fólkið), kirkjuskoðun, afslöppun, sólböð, meiri afslöppun og síðast en ekki síst samvera með vinum.
Þetta lofar semsagt góðu sýnist mér
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er græn af öfund hérna heima Vonandi gengur ferðin vel og ég sakna ykkar strax
Tinna einkadóttir þín (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.