11.6.2008 | 12:54
...og ferðin hefst
Flugið frá Keflavík til Minniapolis var þægilegra en ferðalangar bjuggust fyrirfram við þar sem við vorum svo heppin að fá far með einni af nýinnréttuðumþotum Icelandair. Þær eru með þægilegum og m.a.s. rúmgóðum leðursætum þar sem hver farþegi getur valið úr nokkrum kvikmyndum á sjónvarpsskjá sem er á bakinu á næsta sæti fyrir framan. Þetta stytti manni verulega stundir sumir náðu m.a.s. að horfa á þrjár myndir á leiðinni!
Ég ætla ekki að reyna að bera saman þægindi þessarar ferðar og þeirrar sem ég fór í síðustu viku til Helsinki þá virtust mörg sæti í flugvélinni sem ég fór með vera biluð og ég sat megnið af ferðinni með manninn fyrir framan mig í fanginu því sætið hans var búið að þjóna sinn tíma og þarfnaðist endurnýjunar.
Á bílaleigunni á flugvellinum á áfangastað hófust hörku samningaviðræður fyrirfram vorum við búin að ganga frá pöntun á mini-van sem efasemdir voru um að væri nægilega stór fyrir okkur öll. Gunnar nánast dáleiddi stúlkuna á bílaleigunni og eftir nokkrar samningaviðræður gekk hann út með lyklana að gríðarmiklum Suburban-pramma sem gleypti okkur og farangurinn eins og ekkert væri. Við höfðum spurnir að því að Norðmenn, sem voru aftar í röðinni að sækja sinn bíl hefðu ekki náð nokkrum árangri í því fá afslátt eða kjör eins og við sjarmörinn Gunnar var búinn að vinna hug og hjarta stúlkunnar svo þeir áttu ekki breik.
Hótelið sem við dveljum á er olræt - liggur rétt við flugvöllinn og virðist vel í sveit sett.
Í dag eru viðamikil verkefni framundan verslunarmiðstöðin Mall of America verður rannsökuð til hlítar af ferðalöngunum en farið var í stutta forkönnun í gær. Þetta mun vera talið ærið dagsverk þar sem þeir segja, hvort sem það er nú satt eða ekki, að hér sé um stærstu verslunarmiðstöð í USA að ræða. Við Gunnar munum að sjálfsögðu mæta og bera pakka og pinkla fyrir þær Þóru, Stefaníu, Ara og Önnu þegar við erum búnir að fara að rannsaka hvort það sé satt að það fáist mótorhjól og fylgihlutir hér í þessari borg en því hefur verið hvíslað að okkur!
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg draugfull af öfund,en það rennur af mér þegar ég hugsa um hvað þetta allt kostar Ef þú og klerkur sjáið krómbarka í yamaha 1100 drag star endilega leggið á mynnið hvað það kostar.Skemmtið ykkur vel og ekki missa ykkur í hjólabúðum.
Rannveig H, 11.6.2008 kl. 14:35
MIkið vildi ég vera kominn í hjólabúiðirnar. Nýja hjólaprófið mitt fer að rykfalla ef ekki verður ráðin bragabót á hjólaleysi á næstunni. Því öfunda ég ykkur af því að komast í óendanlegt úrval af hjólum og strákadóti.
kv. Jói P.
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:10
Gott að þið eruð komin heilu og höldnu á leiðarenda Þú kannski minnir mömmu á Old Navy og Victorias Secret fyrst þið eruð í Mall of America Annars biðja allir voðalega vel að heilsa og mig grunar að þið fáið Emblu aldrei aftur úr fóstri, hún unir sér svo vel hjá ömmu og afa.
Tinna Einkadóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:46
Sæl Rannveig - það er alveg sjálfsagt að gefa þér verðdæmi um krómbarka í Dragstarinn - örlítið nánari úrlistun kæmi að gagni - erum við að tala um kúplingsbarka eða þ.u.l.? Næsta mótorhjólabúð verður á vegi okkar eftir tvo daga eða svo og þá er velkomið að leita þetta uppi fyrir þig!
Eiríkur Hreinn Helgason, 12.6.2008 kl. 00:10
Sæll Jói - hjólapróf án hjóls er álika tilgangslaust og golfari án golfkylfa! Við strákarnir erum flottir - búnir að máta nokkrar gerðir af Haraldi Davíðssyni (bróður Jóhanns Davíðssonar) og okkur líst best á typu sem kostar um 2,9 millj. komin á leiðarenda heim á klakann. Við munum láta söfnunarbauka ganga í næstu mótorhjólamessu!!!
Eiríkur Hreinn Helgason, 12.6.2008 kl. 00:14
Bessaður. Það er nú algjör óþarfi að láta söfnunarbaukinn ganga fyrir mig, það er tíminn sem mig skortir en ekki efnin. Ef þú gætir safnað nokkrum vikum extra í baukinn yrði ég ákaflega glaður ef sú söfnun skilaði sér heim. Nei annars,, njótið þess að vera í dótabúðunum, ég skil ykkur vel og drullu öfunda.
Bestu kveðjur,
Jói
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.