Af þrumum og eldingum og Íslendingabyggðum í USA

Það hefur rignt hundum og köttum hér í Minneapolis ásamt því að gefnar hafa verið út fárviðrisviðvaranir fyrir svæðið.  Því til sannindamerkis var himinninn í gær uppljómaður af eldingum með tilheyrandi þrumum.  Þetta hefur engin áhrif á för okkar hér þar sem veðrið á að vera gengið niður þegar líður á daginn í dag.

Heimsóknir í verslanir gengu ljómandi í gær – Mall of America er eins og Kringlan á sterum og hæfilegur dagsskammtur af slíkum fyrirbrigðum  er í mínu tilfelli ekki svo langur að það hafi áhrif á Visa-reikninga framtíðarinnar.  Við Gunnar gerðum hinsvegar fínan túr í nokkrar mótorhjólabúðir i St.Paul og þar var allt í lagi að láta sig dreyma um hvernig hjól maður ætlar að fá sér þegar mótorhjólaferðin verður farin um þessa heimsálfu þvera og endilanga í fyllingu tímans.

Í dag liggur leiðin að "Vötnunum miklu" um Green Bay og til Wasington Island þar sem við ætlum að dvelja næstu nótt. Þetta eru landnámsslóðir Vesturfaranna og þar heita götur og minnismerki íslenskum nöfnum. Eyjan er ein elsta Íslendingabyggð í vesturheimi. Fyrstu Íslendingarnir sem settust þar að komu árið 1870 en þeir voru fiskimenn og varð Michiganvatn trúlega lífsbjörg þeirra.

Afkomendur  þeirra búa þar enn og bera nöfnin Gislasson, Gudmundsen, Gunnlaugsson, Einerson og Johnson svo nokkur dæmi séu tekin.  Um þessa sögufrægu, hálfíslensku eyju, sem stendur út í Michiganvatni má m.a.  lesa hér.  Eyjan kemur og við sögu í verðlaunasögum Böðvars Guðmundssonar Híbýli vindanna og Lífsins tré (hvenær ætlar einhver að taka sig til og gera bíómynd eftir þeim frábæru sögum). Þá var öldin önnur- lífsbaráttan hörð og dvölin átti lítið skylt við þann nútímamunað sem við krefjumst.

Auk þess að heimsækja sögustaði Íslendingabyggða er ætlunin að leggja leið okkar um indíánabyggðir svo þetta verður vonandi hin allra fróðlegasta dagleið.

Hún er annars alveg makalaus þessi nútímatækni.  Við búum svo vel að vera með GPS-leiðsögutæki í bílnum (reyndar tvö!) og það er alveg makalaust að láta það teyma sig áfram um götur og vegi, nánast hugsunarlaust og láta tæknina sjá um að segja okkur að beygja hér eða þar ! Eiginlega erfitt að skilja hvernig maður bjargaðist við landakortið eitt og sér hér í eina tíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Eiríkur minn! Við erum að tala um allan pakkann í krómbörkum  

fyrir mig kúpling og bremsu og hvað það nú heitir allir þessir barkar.

Ég trúi nú ekki öðru en það verði hjólað á öðru en Eðal-Halla þegar kemur að því að fara á hjóli yfir þvera og endilanga Ameriku í fyllingu tímans.Það eru þó nokkrir af klakanum sem eru að láta þann draum rætast núna svo seiga mér Trúboðar að þeir ætli með haustinu í þannig ferð.Bestu kveðjur og ferð.

Rannveig H, 12.6.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband