Í sumarhöllinni

Við erum í góðum gír í sumarhöllinni hér í St. Augustine. Það fer ljómandi vel um okkur, húsið er frábært og nóg við að vera. Rólegheitin hér eru mér að skapi.

Dagurinn í gær var nýttur í verslunarleiðangra (þ.e. betri helmingarnir skoðuðu í búðir meðan við drengirnir fórum í ræktina).  Við spókuðum okkur síðan um gamla bæinn og skv. áskorun frá Ester tengdadóttur fórum við í sælgætisbakaríið í Spænsku götunni og tékkuðum á herlegheitunum þar.

Villa og Stebbi komu í heimsókn í gærkvöldi en í dag fóru þau áleiðis til Orlando.  Við nýttum hins vegar daginn í skoðunarferð til Daytona en ákváðum að slaka svo á í kvöld - þetta er sældarlíf.

Á morgun er síðasti heili dagurinn okkar hér og hann verður nýttur vel og vonandi lagast veðrið því hann er heldur þungbúinn hérna þessa stundina. 

Ef veðrið verður gott er ekki útilokað að við skellum okkur á ströndina svona til að ná smálit áður en við förum heim en ef ekki þá er alveg nóg við að vera hér og engum þarf að leiðast dvölin hér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband