15.7.2008 | 08:51
Heljarstökksvitleysa í RUV
Það var sagt frá því í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi (RUV) að 16 ára gamall upprennandi akstursíþróttamaður hefði unnið sér það til frægðar að fara heljarstökk afturábak á torfæruhjóli. Tekið var fram að búið væri að bíða lengi eftir því að afrek sem þetta yrði unnið.
Sýnd var upptaka af atvikinu. Akstursíþróttamaður sem rætt var við lýsti þessu sem einu af stærstu afrekum íþróttasögu Íslands (jamm, þar fóru ólympíuverðlaunin fyrir lítið!) og kallaði stórvirki að hanga á hjólinu í heilan hring, en ungi maðurinn sem fór heljarstökkið, sagði frá undirbúningi og athöfninni sjálfri. Í fréttinni kom líka fram að öðrum ungum manni sem reynt hefði sams konar stökk hefði ekki tekist jafn vel upp og honum fatast flugið og lægi nú á sjúkrahúsi eftir að hafa brotið báða fætur og einnig kom fram að í æfingastökki hefði ungi ofurhuginn, sem vann sér þetta til frægðar, verið nærri því að slasast og sýnd var upptaka frá því.
Ég verð að segja það alveg eins og það er að mér finnst þetta algerlega út úr kortinu að RUV skuli sýna frá slíkum fífldirfskuatvikum, og að mínu mati fíflagangi, sem þessu og inngangurinn hjá Hildu Jönu Gísladóttur, tíðindamanni RUV á Akureyri, var í rauninni sérstakur..."að lengi hefði verið beðið eftir..." því að einhver gerði svona eða með mínum orðum framkvæmdi slíkan fíflaskap - mér er næst að halda að þeir einu sem hafi beðið eftir þessu séu bæklunarlæknar.
Fréttastjórinn sjálfur kynnti fréttina svo hún hlýtur að vera fréttastofunni þóknanleg.
Mín skoðun er sú að þetta sé alvöruhlutur að leika sér að eldinum á þennan hátt og mér finnst út í hött að RUV skýri frá þessu á svo jákvæðan hátt - nær hefði að mínu mati verið að rýna ofan í þetta og ræða um hættuna sem af þessu stafar, heimsækja beinbrota piltinn á sjúkrahús o.s.frv.
Akstursíþróttamenn berjast fyrir því að fá æfinga- og keppnissvæði og segja okkur að þetta sé ekki hættulegra en hvað annað. Ég hef sjálfur gagnrýnt opinberlega eitt og annað í sambandi við þennan torfæruhjólageira sem einkennist af ýmsu öðru en löghlýðni og skynsemi og ég sé ekki betur en að enn komi á daginn að þeir þurfa aðhald og það verulegt...
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://landfari.blog.is/blog/landfari/entry/591725
Landfari, 15.7.2008 kl. 10:40
Ég sá þessa frétt ekki þar sem ég er staddur erlendis en ég tek heilshugar undir með þér. Það er út í hött að flytja fréttir af svona atburði á jákvæðan og hvetjandi hátt. Hvað fara margir að reyna þetta í kjölfari? Þá hefur væntanlega ekki komið fram í fréttinni hvort drengurinn hafi próf á hjólið eða hvort æfingarnar hafi farið fram á viðurkenndu lokuðu svæði? Það er liklega ekki nóg að krakkar hálfdrepi sig á þessum tækjum, þau þurfa sennilega að drepa sig nokkur til að yfirvöld taki í taumana. Bestu kveðjur, JP
Jói P (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.