Kominn í prestaskólann í Dubuque í Iowa

Við áttum frekar náðugan dag í gær, fórum á fætur á kristilegum tíma og tékkuðum okkur út af Hilton.  Sunnudagsmorgunumferðin var öllu þægilegri en sú sem við máttum glíma við á föstudeginum þegar við komum inn í Chicago og fyrr en varði vorum við komin á beinu brautina að aka í háwestur á leiðinni til Dubuque. Við komum þangað eftir tæplega fjögurra klukkustunda ferð .Wartburg, prestaskólinn í Dubuque

Wartburg í Dubeque

Hér í Dubuque voru þau sómahjónin Gunnar og Þóra, ferðafélagar okkar, við nám fyrir um tveimur árum og það þarf ekkert að orðlengja það að svo vel eru þau kynnt hér að við erum komin á heimavistina í prestaskólanum í Wartburg í Dubueque.  Skólinn er í glæsilegri byggingu sem lítur út fyrir að vera eldri en hún er og ef ég hef tekið rétt eftir þá er hún gerð eftir fyrirmynd í bænum Wartburg í Þýskalandi.  Beint fyrir framan skólann stendur voldug stytta af Luther svo þeir sem hér fara um þurfa ekki að velkjast í vafa um til hvaða kirkjudeildar skólinn heyrir.

Í gærkvöldi þáðum við heimboð hjá vinum þeirra hjóna sem bæði eru prestlærð og vinna í skólanum, hann sem prófessor í trúarbragðafræði en hún við stjórnunarstörf. 

Í dag er kominn mánudagur, sól skín í heiði, fuglasöngurinn vakti okkur og það er erfitt að ímynda sér að hér í nágrenninu sé allt á floti vegna stórfelldra rigninga uppá síðkastið en það er víst raunin. Stórfljótið Missisippi rennur í gegnum bæinn, stórbrotið á að líta, en veldur ekki usla hér en það sama verður ekki sagt um suma aðra staði.

Dagurinn í dag verður dagur nýrra tækifæra.  Okkur Gunna og Ara er orðið mál að komast í ræktina,  kannski maður komist líka í göngutúr um skóginn sem hér umlykur allt. Stúlkurnar ætla að láta dekra við sig á snyrtistofum ef ég hef skilið þær rétt svo þetta verður allt dásamlegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband