Við kveðjum Dubuque með söknuði og höldum áleiðis niður með Mississippi

Við áttum notalega stund hjá vinum þeirra Gunnars og Þóru í gærkvöldi.  Bill og Nicky, aldarvinir þeirra hjóna,  buðu okkur til "sveitaseturs" síns sem er skammt utan við Dubuque.  Þar áttum við notalega stund í kvöldsólinni með þeim og vinum þeirra.  Einn gestur þeirra hjóna var mótorhjólakall, fyrrverandi slökkviliðsmaður sem mætti á eldrauðum Harley sem hann sagði að hefði verið framleiddur í þessum lit handa slökkviliðsmönnum.  Samskonar hjól voru framleidd og seld lögreglumönnum á sama tíma, þau voru blá að lit (Boys in blue!)CIMG0458

Dagurinn í dag var tekinn rólega - að sjálfsögðu fórum við Gunni í ræktina og lyftum nokkrum tonnum og reyndum þannig að breyta öllum þeim ósköpum af mat sem ratað hafa ofan í okkur undanfarna dag, í vöðva.  Vonandi tekst það! Konan í YMCA líkamsræktarstöðinni kvaddi okkur innilega og kvaðst sannfærð umað við myndum koma aftur og taka á því hjá henni - hún mundi vel eftir Gunna frá því fyrir tveimur árum!

Það þurfti að skanna nokkrar búðir sem höfðu orðið útundan en sem betur fer þá er fólkið skynsamt og kaupir ekki allt sem það langar í - þótt Suburbaninn sé stór og rúmi mikið þá eru takmörk fyrir öllu, einnig plássinu í honum.

Sólin bakaði hér allt frameftir degi en eins og hendi væri veifað þá þykknaði upp skömmu eftir hádegið og gerði alveg hörku skúr með tilheyrandi þrumum og eldingum. Á augabragði urðu götur og torg sem stöðuvötn yfir að líta.  CIMG0468Vatnið streymdi eiginlega niður eins og foss og á endanum hefur það runnið í Missisippi og örugglega ekki verið til bóta hér sunnar þar sem allt er bókstaflega á floti.

Fréttir herma að þar sé alvarlegt ástand, 28 manns hafa látist í flóðunum og uppskerubrestur er yfirvofandi.  Hér í Dubuque hefur verið efnt til söfnunar fyrir nauðstadda og opnuð fjöldarhjálpastöð.

Á morgun förum við héðan frá þessum yndislega bæ þar sem heimamenn segja að hjarta Ameríku slái. Ferðaáætlunin er sú að fara á morgun áleiðis til Springfield í Missouri með stoppi hjá kunningja Gunnars sem sérhæfir sig í að breyta mótorhjólum.  Hann á talsvert safn gamalla mótorhjóla sem við hlökkum til að skoða.  Að öðru leyti ætlum við að láta ferðaáætlunina ráðast af veðrum og forðast flóðasvæðin.

Dvölin hér í prestaskólanu í Wartburg hefur verið sérlega ánægjuleg og mér varð að orði um daginn að þetta væri eins og að vera á heilsuhæli - algerlega stresslaust og elskulegt.  Við kveðjum þennan yndislega stað fullviss um að við munum freista þess að líta hér við síðar enda finnst okkur að við höfum myndað vinatengsl við marga á stuttum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband