Ætli Hallbjörn verði þar?

Í gær ókum við sem leið lá til Kentucky og enduðum í litlum bæ sem heitir Owensboro þar sem við tékkuðum inná hótel. Á leiðinni ókum við um grösugar sléttur og mörg þorp og bæi.  Eitt vakti óskipta athygli mína en það var Amish-fólkið sem ók um á einu hestafli á vegunum.

CIMG0532Hótelið sem við lentum á er svona la la en eftir að við náðum samkomulagi við fólkið í gestmóttökunni fengum við viðunandi herbergi sem er í uppgerðum hluta hótelsins.  Stefanía annaðist samningaumleitanir sem leiddu til þeirrar niðurstöðu. Þessir sömu starfsmenn hótelsins sögðu okkur að í bænum væri ekkert að sjá en eins og sönnum Íslendingum sæmir, þá trúðum við því ekki og lögðum því í landkönnun og fundum þetta líka fína mexikóska veitingahús niður við Ohio-ána.  Þar var ljómandi náttverður snæddur og mannlífið skoðað. 

Við stoppuðum í smábæ í hádeginu og litum við í verslunum sem seldu "Amish-dót" en keyptum lítið.  Sá bær var reyndar eins og "dauðs manns gröf" enda vorum við á messutíma! 

Það er reyndar eitt sem ferðalangur frá Íslandi tekur eftir að hér eru ótrúlega margar kirkjur og í morgum var stappað af bílum fyrir utan þær flestar.  Þetta styrkir þá staðalímynd sem ég hef af lífinu hér "úti á landi" í BNA- það er mikil kirkjusókn!

Í dag ókum við til Nashville en lögðum lykkju á leið okkar til Mammuth Cave sem eru í Kentucky þjóðgarðinum. Þar breyttumst við úr landkönnuðum og í hellakönnuði!  Hellar þessir eru þeir lengstu í víðri veröld, samtals sagðir vera 360 mílur (næstum 700 km) en auðvitað fá ferðamenn ekki aðgang að nema örlitlum hluta þeirra.  Við fórum í skoðunarferð um hellana og það var býsna fróðlegt.  Þetta eru hellar sem mynduðust í setlögum fyrir milljónum ára og eru myndaðir af neðanjarðarám sem hafa grafið þá út á löngum tíma.  Í þeim eru mannvistaleifar frá frumbyggjunum sem  bjuggu í þeim en hellarnir voru „endurfundnir“ á 19. öld.  Í þeim voru saltpétursnámur sem voru nýttar til að afla hárefnis í byssupúður á árum áður en er það hætti að vera nauðsynlegt hráefni lagðist sú námuvinnsla af.CIMG0559

Í dag er það semsagt Nashville sem er höfuðborg kántrýtónlistarinnar.  Við ætlum að sjá hvort þar kemst nokkur í hálfkvist við Hallbjörn okkar Hjaltason á Skagaströnd.

Við erum komin inná hótel skammt frá Grand Ole Opry, tónleikahöllinni frægu, og í kvöld spái ég því að við munum taka púlsinn á kántrýinu! Það kæmi mér ekki á óvart að til mín og samferðarmanna minna sæist með kántrýhatt á hausnum, dansandi línudans!

Af veðrinu er annars það að segja að hér erum við komin í steikjandi hita sem fer vel yfir 30 stig á celsius á daginn. Þeir voru að vara við því að á morgun yrði loftmengun yfir tilteknum mörkum svo það er bar að anda áður en maður fer út af hótelinu og svo aftur þegar maður kemur inn!

Seinna: CIMG0592Að sjálfsögðu fundum við Hallbjörn, eða í það minnsta ígildi hans.  Bærinn iðar af tónlist og fjöri og það eru kántrýbönd að spila á ótal veitingahúsum og heilmikið gert úr þessari gerð tónlistar.

Við römbuðum á milli þeirra og nutum þess í botn að vera hér í vöggu kántrýsins.  Allir siðmenntaðir menn ganga hér um í "kántrýskyrtum" og með barðastóra hatta.  Á myndinni hér til hliðar sjást þau Gunnar og Stefanía máta sér skrautlegar skyrtur.

Áður höfuðum við gengið um helstu götur og torg og m.a. séð þessa bráðskemmtilegu auglýsingu um karóki þar sem Gunni stillti sér upp við.  Við lögðum heimilsfangið á minnið ef svo skyldi vilja til að við ættum erindi á þessar slóðir á morgun!!!CIMG0585 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú landhreinsun ef HH væri kominn vestur um haf og sestur þar að :-)

kv. JP

Jói P (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:28

2 identicon

Ég krefst þess hér með að fá eitthvað rosalega kántrýlegt að gjöf þegar þið komið heim fyrst ég komst ekki með í ferðina. Ekki lítið sem að ég er öfundsjúk hérna að geta ekki verið með  Knús og bið að heilsa öllum

Tinna Einkadóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband