24.6.2008 | 18:31
Honky Tonk folks
Þá er Stefanía að fá alla sína drauma uppfyllta, við erum búin að kaupa miða á Gran Ole Opry á kántrýtónleika sem hefjast kl 19 að staðartíma. Þar eigum við von á að heyra í a.m.k. þremur heimsfrægum böndum sem ég hef aldrei heyrt á minnst enda veit ég ekkert um kántrýtónlist nema að hún er yfirleitt um fólk sem á ægilega bágt af því að það hitti ekki elskuna/elskann sinn....
Hitinn er nokkuð öflugur núna þessa stundina - losar 33 gráður sýnist mér þegar ég er búinn að reikna F°yfir í íslenskar!!! það breytir ekki því að við ætlum að skipta um galla og skella okkur niður á Honky Tonk hverfið og hita upp fyrir kvöldið. Tinna dóttir mín hefur krafist þess að fá eitthvað kántrý-dót við hugsanlega heimferð foreldra sinna og ég mun því skoða sérstaklega í búðir og leita að kabbójum sem hljóta að vera hér á lausu. Andri sonur missti af því að heimsækja Gibson búðina hér í Nasville (ég bauð honum með hingað út en hann hafði ekki lyst á að fara til Ameríku!!!) en hér er mynd af gítarnum sem hann hefði örugglega keypti ef hann hefði verið hér...
Stefanía við Grand Ole Opry
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.