Búin að heimsækja 12 fylki í USA - nú fer að verða tímabært að hefja afslöppunina!!!

Við drifum okkur frá Louisana í gær og ókum um Mississippi fylki og Alabama hingað til Flórída þar sem við erum þessa stundina í Panama City.  CIMG0907

Það var alveg einstaklega gaman að aka meðfram Mexíkóflóanum - hér er ægifagurt. 

Við gerðum stans á Penzacola ströndinni og þar gafst manni færi á að dýfa tánum í sjóinn og njóta sólarinnar um stund.  Það var margt um manninn í góða veðrinu þar sem við áttum leið, sennilega margir á leiðinni í helgarferðir eða sumarleyfi. 

Hér í norðanverðu Flórída-fylki eru annars veðurviðvaranir í gangi og skammt vestan við okkur virðast vera haglél, þrumur og eldingar - það er örugglega bara gott fyrir gróðurinn. 

Við höfum séð nokkuð af rigningu í dag og heyrt skruggur í fjarlægð en allt er þetta hið notalegasta líf. 

Við skiptum liði í morgun, Gunni, Þóra og krakkarnir fóru í vatnagarð en við Stefanía ákváðum að sofa frameftir og um miðjan morgun röltum við á veitingastað og fengum okkur fínan hádegis/morgunverð. 

En talandi um veitingastaði - í gær létum við ferðafélagarnir loksins verða að því að fara á veitingahúsið "Red Lobster" CIMG0914sem er sjávarréttaveitingahúsakeðja sem ég held að sé víða hér í BNA  - í það minnsta hef ég séð hana í flestum af þeim 12 fylkjum sem við höfum heimsótt í þessari ferð. 

Red Lobster hafa verið með stanslausar auglýsingar í sjónvarpinu og ég er nú þannig þenkjandi að ég trúi ekki öllu sem ég sé í sjónvarpi, og alls ekki auglýsingum.  Í sjónvarpsauglýsingunum eru sýndar feitar og pattaralegar rækjur, nýgrillaðar og hamingjusamar á hrísgrjónabeði; gríðarmiklir humrar eru tilreiddir ofan í  fólk sem iðar í skinninu af tilhlökkun o.s.frv.

Í gær fórum við semsagt á Red Lobster að tékka á  herlegheitunum.

Það er hægt að lýsa þessari upplifun í sjávarréttum sem okkur beið í örfáum orðum: Hún var stórfengleg.  Maturinn var gersamlega frábær og svo vel útilátinn að jafnvelt hraustustu menn urðu að játa sig sigraða!  Og hvað kosta svona herlegheit hér???  Maturinn sem ég fékk mér, og var svona í meðallagi dýr,  kostaði 17 dollara eða um kr. 1400. 

Það er illt að þurfa að viðurkenna það að besta fiskimáltíðin sem ég hef enn fengið á lífsleiðinni hafi verið etin í USA en ekki á Íslandi nú eða þá í Japan þar sem ég fékk oft góðan fisk en aldrei neitt í líkingu við þetta.  Síðast þegar ég fékk mér vandaða og góða fiskimáltíð á veitingahúsi á Íslandi þá kostaði hún a.m.k. tvöfalt meira ef ekki þrefalt og komst ekki í hálfkvist við þessa í gæðum.  Ég er að velta fyrir mér hvort ég geti narrað ferðafélagana með mér aftur á Red Lobster í kvöld...

Það var ánægjulegt að komast að því áðan að hægt er að horfa á heimsmeistarakeppnina í fótbolta í almennu sjónvarpi hér á hótelinu og nú ætla ég að tékka á því hvort mínir menn, Þjóðverjarnir, hrista ekki af sér drungann og skora hjá Spánverjunum sem núna eru eittnúll yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get því miður ekki samhryggst þér Eiríkur minn vegna fótboltans því Spánverjar áttu það svo sannarlega skilið að vinna. Þeir spiluðu frábæran leik á meðan að þjóðverjar nöguðu táneglurnar á sér og reyndu að skalla mótspilarana. La viva Spanja. Annars, gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar. Læt félagana vita. kv. Jói P.

Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:07

2 identicon

Hér í Sviss hefi ég gengið með WÜRTH húfu merkta þýskalandi og fótbolta, en þrátt fyrir allt voru spánverjar mörgumsinnum betri í fótboltanum, en þjóðverjar betri í hrindingum, spörkum í andstæðingana, og skalla-vörnum, líka á andstæðingana, þannig að þjóðverjar, og húfan mín mega þakka fyrir að það urðu aðeins eitt - núll. Að öðru, við Þóra höfum gaman af því að lesa ferðasöguna ykkar beggja, báðir góðir pennar, sem segja vel og skemmtilega frá. Bestu kveðjur og hugurinn fylgir ykkur eftir, áfram.Þóra og Ari.

Sigurjón Ari (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:49

3 identicon

ég hélt með Espana alla tímann, og veðjaði meira að segja einni kippu af öli á þá, það skilaði sér 6xfalt til baka :)

Góða ferð og haldið áfram að hafa gaman :)

kv..

Kiddi Geir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eiríkur Hreinn Helgason

Höfundur

Eiríkur Hreinn Helgason
Eiríkur Hreinn Helgason

Yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla ríkisins, söngvari par exilence, mótorhjólaáhugamaður, heimilisfaðir, kvæntur Stefaníu Valgeirsdóttur.  Börn: Kristinn (fóstursonur), Tinna (einkadóttir) og Andri (molinn).  Engin gæludýr um þessar mundir en stendur kannski til bóta.  Ekki pólitískur, leiðist reyndar pólitík og enn meira pólitískar stöðuveitingar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • CIMG1098
  • CIMG1109
  • CIMG1056
  • CIMG1043
  • CIMG1034

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband