2.7.2008 | 03:49
Af hverju er ekki Starbucks á Íslandi???
St.Petursburg BNA- samanborið við Pétursborg í Russlandi (auðvitað ekki kenndar við sama "Péturinn!")- æi, það er ekki hægt að bera þær saman, þær eru ósambærilegar að öllu leyti. Í Rússía var að vísu gaman að koma og fólkið gott en ég man að þegar við vorum þar fyrir tveimur árum þá sást ekki bros á nokkrum manni. Hér í St. Petersburg USA er hins vegar sumarleyfisparadís - skínandi fallegur bær og mannlífið fjörugt og fjöldi góðra veitingastaða. Þeir voru kannaðir lítilsháttar núna í kvöld.
Við röltum út eftir aðalgötunni, Gulf Blvd, og römbuðum inná veitingastaðinn Snapper, sem er firnagóður fiskiveitingastaður. Þessi sallarólega eðla varð á vegi okkar og kemur málinu ekki nokkurn skapaðan hlut við en hún lét sér ekki bregða þótt svangir ferðalangar ættu leið framhjá og smelltu af mynd.
Matseðilinn á veitingastaðnum var einfaldur en ágætlega samansettur. Maturinn var hreint fyrirtak og ég borðaði þann stærsta humar sem ég hef etið um dagana en einnig voru á diskinum rækjur og risahörpuskelfiskur. Sá bragðaðist aldeilis frábærlega.
Það sama var að segja um matinn sem Stefanía fékk sér en það var hvítur fiskur sem líktist aðeins lúðu að hennar sögn. Í forrétt var salat og grillaðar tortillas með hvítlaukshummus og í desert var frábær súkkulaðikaka sem var nú eiginlega meira súkkulaði en kaka...
Verðið á matvörunni og þjónustan á veitingahúsunum í BNA hefur áður verið gert að umtalsefni hér á þessum vettvangi. Verðið á svona veislu fyrir tvo, með slatta af kóki og vínglasi slefaði í kr. 6000 íslenskar sem er bærilega sloppið fyrir tvo....
Það var brilliant ungur piltur sem þjónustaði okkur í kvöld og hann gerði það af stakri snilld. Við orðuðum það við hann að við vildum ættleiða hann en hann var upptekinn hér úti.
Það er eftirtektarvert að sjá ungt fólk við þjónustustörf sem veit nákvæmlega allt um réttina sem eru á matseðlunum. Það getur svarað örugglega spurningum, kemur með það sem um er beðið og á réttum tíma einnig. Kurteisin er ávallt í fyrirrúmi sem er auðvitað mikill kostur þegar unnið er við þjónustustörf. Ég veit að þessi þjónustulund er money-driven" vegna væntinga um hlutfallslega meira þjórfé og það system virðist ganga.
Þetta hefur verið gegnumgangandi nánast á hverjum einasta stað sem við höfum heimsótt hér í westurdvöl okkar. Meira að segja á skyndibitastöðum sýna starfsmenn af sér þjónustulund og svo ekki sé talað um uppáhaldsstaðinn okkar hér Stjörnuhafurinn" eða Starbucks! Þar fær maður alltaf 100% þjónustu og brilliant kaffi.
Af hverju er ekki Starbucks á Íslandi!!!
Um bloggið
Eiríkur Hreinn Helgason
Tenglar
Eðalskríbentar
http://kiddigeir.bloggar.is/blogg/288073
Kiddi cool
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góða lýsingu á sumarleyfisparadísinni St. Pete, FLA.! ....en ouch!!....að bera saman St. Petersburg, Flórída og St.Petersburg, Rússlandi er dálítið hæpið. Kannski er ég bara svona sögulega sinnaður en hin rússneska, fyrrverandi Leningrad hefur auðvitað uppá þvílíkt að bjóða hvað snertis sögu heillar heimsálfu að þar verður samanburðurinn verulega óhagstæður fyrir St. Pete, FLA. Fólk er að sækjast eftir svo misjöfnu á ferðalögum og býst ég við að ég sé einhver "skrýtlingur" þar sem og annarsstaðar. Mig langar aldrei til Spánar á sumrin, mig langar til Berlínar í desember. Svona erum við margbreytileg....sem betur fer! Kveðja, Palli.
Páll (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 04:29
Hjartanlega sammála Páll - ég ruslaði út þessari samlíkingu sem er hreint ekki sanngjörn og á ekki rétt á sér... en hins vegar gaman að bera saman upplifunina af tveimur stöðum sem bera svipað nafn (það er reyndar það eina sem þeir eiga nokkurnvegin sameiginlegt...) EHH
Eiríkur Hreinn Helgason, 2.7.2008 kl. 04:42
Ég heyrði nú einu sinni kjaftasögu um að það væri einhver einstaklingur búinn að kaupa einkaréttinn til að opna Starbucks á Íslandi en sæti svo bara á réttinum. Ég væri persónulega afar hrifin af því að hafa Starbucks hérna. Spurning hvort þú tékkir ekki á þessu með einkaréttinn og opnar Starbucks þegar þú ferð á eftirlaun
Bið að heilsa öllum og stórt knús
Tinna UHD (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.